Karlsson gekk til liðs við Sunderland frá IFK Gautaborg sumarið 2013. Hann náði hins vegar ekki að vinna sér sæti í aðalliði Sunderland og var lánaður til skoska liðsins Kilmarnock seinni hluta síðasta tímabils.
Karlsson hóf ferilinn með IFK Mariestad, áður en hann færði sig um set til Gautaborgar.
Nordsjælland hefur byrjað tímabilið vel, en liðið situr í þriðja sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með níu stig eftir fjórar umferðir.