Kristinn Steindórsson skoraði eitt marka Halmstad í 4-1 stórsigri á Helsingborgs IF í Íslendingaslag í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.
Kristinn Steindórsson skoraði fyrsta mark leiksins á 26. mínútu og Guðjón Baldvinsson lagði síðan upp fjórða og síðasta mark liðsins eftir að hafa komið inná sem varamaður.
Arnór Smárason kom inná sem varamaður hjá Helsingborg á 66. mínútu leiksins en þá var staðan orðin 3-1 fyrir Halmstad-liðið.
Þetta var sjötti sigur Halmstad í síðustu átta leikjum liðsins í sænsku úrvalsdeildinni en liðið hefur aðeins tapað einu sinni frá 20. júlí.
Halmstad tók 9. sætið af Helsingborg með þessum sigri og hefur náð að forðast mestu fallbaráttuna með þessum frábæra gengi liðsins að undanförnu.
Kristinn með mark og Guðjón stoðsendingu í útisigri Halmstad
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Síðasti séns á að vinna milljónir
Fótbolti




Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota
Enski boltinn

Sex hafa ekkert spilað á EM
Fótbolti


