Nú hefur öllum takmörkunum á flugi vegna eldgossins í Holuhrauni verið aflétt. Í nótt var flug yfir svæðið í kringum gosið bannað, að ósk Samgöngustofu.
Klukkan þrjú í gærnótt sagði Vísir frá því að litakóði vegna flugs hefði verið færður upp í rautt og búið væru að lýsa 120 sjómílna hættusvæði um hverfis eldstöðina í Holuhrauni. Á ellefta tímanum var svo ákveðið að viðbúnaðarstigið yrði lækkað og að litakóðanum yrði breytt í appelsínugulann.
Veðurstofa ákvað þar sem ekki var talið líklegt að aska berist upp í lofthjúpinn.
Nú hefur takmörkunum á flugumferð verið aflétt, en enn er fylgst með stöðu mála.
Engar takmarkanir lengur á flugi vegna eldgoss

Tengdar fréttir

Hraungos er hafið norðan Dyngjujökuls
Vefmyndavél Mílu sýnir að líklega hafi kvika náð upp á yfirborðið.

Fyrirspurnum frá flugfarþegum rignir inn
Allir áætlunarflugvellir landsins eru opnir og eins og staðan er núna þykir ólíklegt að gosið hafi áhrif á flugumferð, bæði til og frá landinu og innanalands. Upplýsingafulltrúi Icelandair segir þó að fyrirspurnum frá flugfarþegum rigni inn.

120 mílna hættusvæði umhverfis eldstöðina
Litakóði vegna flugs hefur verið færður upp í rautt.

Gosið hófst upp úr miðnætti
„Það eru sömu upplýsingar og við erum að fá,“ segir Rögnvaldur Ólafsson í Samhæfingarmiðstöð Almannavarna í samtali við Vísi aðspurður hvort gosið hafi minnkað töluvert.

Staðan á gossvæðinu: Þrír möguleikar taldir líklegastir
Jarðskjálftavirkni er komin aftur í samt horf. Hraunrennsli stöðvaðist um fjögur í nótt.