Litakóði vegna flugs hefur verið færður upp í rautt og búið er að lýsa 120 sjómílna hættusvæði umhverfis eldstöðuna í Holuhrauni. Þó hefur engin flugumferð verið á þessu svæði í nótt.
„Hættusvæði, eða danger area, hefur ákveðna skilgreiningu í flugumferðarstjórn. Það er í raun það að blindflugsheimildir eru ekki veittar og flugvélar í venjulegu áætlunarflugi verða að sneiða hjá svæðinu,“ segir Friðþór Eydal upplýsingafulltrúi Isavia í samtali við fréttastofu.
Öskuvakt Isavia og aðrir viðbragðsaðilar fylgjast nú með framvindu mála og verða frekari ákvarðanir teknar í samræmi við það.
Talið er að gosið hafi hafist um klukkan hálf eftir miðnætti. Vísindamenn eru á svæðinu við rannsóknir en talið er að um þunnfljótandi hraun sé að ræða.
120 mílna hættusvæði umhverfis eldstöðina

Tengdar fréttir

Hraungos er hafið norðan Dyngjujökuls
Vefmyndavél Mílu sýnir að líklega hafi kvika náð upp á yfirborðið.

Vísindamenn á svæðinu passa sig að fara ekki of nærri
Rögnvaldur Ólafsson í Samhæfingarstöð almannavarna staðfestir í samtali við Vísi að gos sé hafið norðan Dyngjujökuls en sunnan við Öskju.