Aníta Hinriksdóttir, hlaupadrottningin úr ÍR, keppir á sínu síðasta stórmóti í ár í dag.
Hún verður á meðal keppenda í 800 metra hlaupi í Zürich í Sviss í kvöld, en þar fer fram annað af tveimur lokamótum Demantamótaraðarinnar.
Hlaupið hennar Anítu er ekki hluti af Demantamótaröðinni sjálfri, en í því keppa tólf ungar stúlkur.
Aníta á besta tímann af þeim sem keppa í kvöld, en þrjár sem keppa í kvöld hafa hlaupið á betri tíma en hún í ár. Íslandsmet Anítu er 2:00,49 mínútur en best hefur hún hlaupið á 2:02,12 í ár.
Sextán sigurvegarar á Demantamótaröðinni verða krýndir í kvöld á þessu firnasterka móti, en þar mæta til leiks fimmtán nýkrýndir Evrópumeistarar, ellefu heimsmeistarar og tíu ríkjandi Ólympíumeistarar.
Bein útsending frá Demantamótinu í Zürich hefst klukkan 18.00 á Stöð 2 Sport 3.
Aníta lýkur keppnistímabilinu á Demantamóti í Zürich í dag
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið

„Held áfram nema ég verði rekinn“
Körfubolti


Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið
Enski boltinn

Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá
Körfubolti

Kári: Bara negla þessu niður
Körfubolti





Fleiri fréttir
