„Ég er virkilega ánægður. Ég er sérstaklega ánægður fyrir hönd leikmanna sem hafa lagt mikla vinnu í þetta í mörg ár. Ég kom inn í þetta fyrir fimm mánuðum og það er ótrúlegt að upplifa þetta með þeim,“ sagði Craig Pedersen þjálfari Íslands.
„Ástæðan fyrir árangrinum er andinn í hópnum. Auðvitað eru miklir hæfileikar í hópnum en mörg lið sem leika ekki eins vel eiga kannski fleiri og hæfileikaríkari leikmenn en þau lið búa ekki yfir þeim anda sem er í íslenska liðinu. Þeir vinna líka vel og er klárir leikmenn," sagði Pedersen sem var mjög ánægður með hvernig aðrir leikmenn stigu upp þegar ljóst var að Hlynur Bæringsson gat ekki beitt sér sem skildi
„Það var mjög mikilvægt að Hlynur var í búningi í dag því hann er hjartað og sálin í liðinu. Hann hefur unnið frábærlega fyrir liðið og var frákastahæsti leikmaðurinn í undankeppninni fyrir leikinn í kvöld. Það er ótrúlegt fyrir leikmenn upp á 2 metra. En aðrir leikmenn komu inn og stóðu sig frábærlega.
„Alveg sama hvernig gengur á EM þá er frábær árangur fyrir svona litla þjóð að komast í úrslitakeppni Evrópumótsins. Líka fyrir þjóð sem er svona lágvaxin á vellinum,“ sagði Pedersen.
Craig: Sérstaklega ánægður fyrir hönd strákanna

Tengdar fréttir

Umfjöllun, myndir og viðtöl: Ísland - Bosnía 70-78 | Ísland í fyrsta sinn á EM!
Ísland er komið á Evrópumeistarmótið í körfuknattleik karla í fyrsta sinn þrátt fyrir 78-70 tap gegn Bosníu í Laugardalshöllinni í kvöld. Ísland hafnar í öðru sæti A-riðils.

Jón Arnór: Þetta er hátindurinn á ferlinum
Jón Arnór Stefánsson sem fór á kostum með íslenska landsliðinu í naumu tapi gegn Bosníu í kvöld var gríðarlega sáttur í leikslok.

Íslendingar eru einu nýliðarnir á EM 2015
Íslenska körfuboltalandsliðið tryggði sér í kvöld sæti á Evrópumótinu á næsta ári en þetta er í fyrsta sinn sem körfuboltalandslið kemst í úrslitakeppni stórmóts.

Þessar þjóðir verða með Íslandi á EM
Ísland verður meðal 24 þjóða sem keppa á Evrópumótinu í körfubolta á næsta ári en íslenska liðið verður meðal þátttakenda í fyrsta sinn.