Piltarnir okkar mættu Grænhöfðaeyjum í leiknum um þriðja sætið í dag og unnu öruggan sigur, 4-0, en Ísland tapaði fyrir Suður-Kóreu í undanúrslitum.
Kolbeinn Finnsson, Fylkismaður, sonur FinnsKolbeinssonar, kom Íslandi yfir með marki úr vítaspyrnu á 14. mínútu og Fjönismaðurinn TorfiTímóteusGunnarsson bætti við öðru marki á 40. mínútu.
Leikmaður Grænhöfðaeyja varð svo fyrir því óláni að skora sjálfsmark í upphafi seinni hálfleiks, en Framarinn Helgi Guðjónsson tryggði 4-0 sigur Íslands með marki á 61. mínútu. Flottur árangur hjá FreySverrissyni, landsliðsþjálfara, og piltunum okkar.
Byrjunarlið Íslands: Aron Birkir Stefánsson - Kristinn Pétursson, Ísak Atli Kristjánsson, Torfi Tímóteus Gunnarson, Alex Þór Hauksson - Kolbeinn Birgir Finnsson, Aron Kári Aðalsteinsson, Jónatan Ingi Jónsson, Kristófer Kristinsson - Helgi Guðjónsson, Guðmundur Tryggvason.






