Helsta hættan er að týnast í öskuskýi Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 24. ágúst 2014 12:36 Vísir/Vilhelm Stefanía Ragnarsdóttir, landvörður.Vísir/Vilhelm Landvörðurinn í Nýjadal er búinn að pakka öllu sínu hafurtaski og tilbúinn að fara af svæðinu ef gos byrjar. „Í gær var staðan þannig en í dag er í raun hálfgert biðástand,“ segir Stefanía Ragnarsdóttir, landvörður. Hún segir verkefni dagsins fyrst og fremst snúast um að vera í góðu símasambandi og á staðavakt en ekki sinna hefðbundnum landvarðaverkefnum. „Núna skiptir mestu máli að upplýsa ferðamenn og fylgjast vel með ferðum þeirra. Þriðjungur ferðamanna vita ekkert hvað er í gangi. Síðustu daga höfum við hvatt til dagsferða, að fólk gangi á veginum eða breyti ferðaplönum sínum.“ Stefanía segir helstu hættuna vera ef það kemur öskuský og ferðalangar eru langt frá vegi og ekki í símasambandi. „Jafnvel þótt það sé vel stikað á svæðinu þá getur orðið alveg blint í öskunni. Fólk þarf að hafa nóg af vatni með sér og lágmarksbúnaður er buff og sólgleraugu.“ Umferð um svæðið datt niður um leið og óvissustig kom upp. Stefanía segir reyndar einn og einn ferðamann spenntan fyrir gosinu og segjast alltaf hafa langað til að upplifa gos. „Þá útskýri ég fyrir þeim öskuna og hættuna við öskuský. Fólk gerir sér ekki grein fyrir þessu og heldur að þetta sé bara flott sjónarspil.“Frímann ingvarsson, skálavörður.Vísir/VilhelmTöluvert af ferðamönnum á hjólum Frímann Ingvarsson er skálavörður í Kverkfjöllum en var fluttur í Nýjadal eftir að svæðinu nærri Bárðarbungu var lokað. Síðustu nótt gistu fjórir hjólreiðamenn í skálanum auk fjölmiðlamanna og starfsmanna Veðurstofunnar sem fylgjast með öskustróksmæli á svæðinu. „Það var nokkur umferð hér í gegn í gær og þá sérstaklega áhugaljósmyndarar sem vildu ná myndum frá fyrstu stundu. Svo eru alltaf einhverjir sem mæta strax á svæðið ef það eru fréttir um eldgos.“ Inga Martel hefur starfað sem skálavörður í Nýjadal í allt sumar og segir umferðina ansi litla miðað við sama tíma á síðasta ári. Það séu þó óvenju margir hjólreiðamenn á ferðinni en það góða við þá sé að þeir haldi sér á vegunum. Stórir hópar hafa aflýst komu sinni og Íslendingar hafa varla sést á svæðinu síðustu vikuna. „Ferðamenn hættu að koma og um leið byrjuðu áhugaljósmyndarar að streyma á svæðið,“ segir Inga. Bárðarbunga Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
Stefanía Ragnarsdóttir, landvörður.Vísir/Vilhelm Landvörðurinn í Nýjadal er búinn að pakka öllu sínu hafurtaski og tilbúinn að fara af svæðinu ef gos byrjar. „Í gær var staðan þannig en í dag er í raun hálfgert biðástand,“ segir Stefanía Ragnarsdóttir, landvörður. Hún segir verkefni dagsins fyrst og fremst snúast um að vera í góðu símasambandi og á staðavakt en ekki sinna hefðbundnum landvarðaverkefnum. „Núna skiptir mestu máli að upplýsa ferðamenn og fylgjast vel með ferðum þeirra. Þriðjungur ferðamanna vita ekkert hvað er í gangi. Síðustu daga höfum við hvatt til dagsferða, að fólk gangi á veginum eða breyti ferðaplönum sínum.“ Stefanía segir helstu hættuna vera ef það kemur öskuský og ferðalangar eru langt frá vegi og ekki í símasambandi. „Jafnvel þótt það sé vel stikað á svæðinu þá getur orðið alveg blint í öskunni. Fólk þarf að hafa nóg af vatni með sér og lágmarksbúnaður er buff og sólgleraugu.“ Umferð um svæðið datt niður um leið og óvissustig kom upp. Stefanía segir reyndar einn og einn ferðamann spenntan fyrir gosinu og segjast alltaf hafa langað til að upplifa gos. „Þá útskýri ég fyrir þeim öskuna og hættuna við öskuský. Fólk gerir sér ekki grein fyrir þessu og heldur að þetta sé bara flott sjónarspil.“Frímann ingvarsson, skálavörður.Vísir/VilhelmTöluvert af ferðamönnum á hjólum Frímann Ingvarsson er skálavörður í Kverkfjöllum en var fluttur í Nýjadal eftir að svæðinu nærri Bárðarbungu var lokað. Síðustu nótt gistu fjórir hjólreiðamenn í skálanum auk fjölmiðlamanna og starfsmanna Veðurstofunnar sem fylgjast með öskustróksmæli á svæðinu. „Það var nokkur umferð hér í gegn í gær og þá sérstaklega áhugaljósmyndarar sem vildu ná myndum frá fyrstu stundu. Svo eru alltaf einhverjir sem mæta strax á svæðið ef það eru fréttir um eldgos.“ Inga Martel hefur starfað sem skálavörður í Nýjadal í allt sumar og segir umferðina ansi litla miðað við sama tíma á síðasta ári. Það séu þó óvenju margir hjólreiðamenn á ferðinni en það góða við þá sé að þeir haldi sér á vegunum. Stórir hópar hafa aflýst komu sinni og Íslendingar hafa varla sést á svæðinu síðustu vikuna. „Ferðamenn hættu að koma og um leið byrjuðu áhugaljósmyndarar að streyma á svæðið,“ segir Inga.
Bárðarbunga Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira