Ferðamenn vilja komast nær Bárðarbungu Erla Björg skrifar 24. ágúst 2014 12:29 Meðlimir Dalbjargar við afleggjarann að Gæsavatnaleið. vísir/Vilhelm Síðustu fjóra daga hefur hjálparsveitin Dalbjörg í Eyjafirði staðið vaktina við afleggjarann að Gæsavatnaleið. Vegurinn nær alveg undir jökul og er einungis 30 kílómetrar að Bárðarbungu í beinni loftlínu frá afleggjaranum. Lokun á veginum er vel merkt og keðja fyrir en samt sem áður er talið nauðsynlegt að menn vakti svæðið. „Það er ótrúlegt hvað fólk er óforskammað. Bara núna síðustu nótt þurftum við að stoppa erlendan ferðamann sem var staðráðinn í að fara veginn, sama hvað,“ segir Jóhann Jóhannesson, björgunarsveitarmaður. „Við sofum því á vöktum því við treystum því engan veginn að fólk virði lokunina, ekki einu sinni þótt bíllinn sé hér fyrir.“ Þegar blaðamaður kom að í gærkvöldi var hugguleg útilegustemning við bílinn. Hópurinn var nýbúinn að grilla sér steikur í kvöldmat og sátu á tjaldstólum í hring. Það var þó eingöngu tveggja stiga hiti og ískalt rok. „Já, ég held við tjöldum ekki úti í nótt heldur sofum í bílnum. Það er að verða ansi kalt,“ segir Jóhann. Staðan verður metin seinna í dag og ákveðið hvort óhætt verði að kalla björgunarsveitarliðið heim. Eins og hjá öðrum á svæðinu snýst dagurinn því fyrst og fremst um bið eftir fréttum. Bárðarbunga Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Síðustu fjóra daga hefur hjálparsveitin Dalbjörg í Eyjafirði staðið vaktina við afleggjarann að Gæsavatnaleið. Vegurinn nær alveg undir jökul og er einungis 30 kílómetrar að Bárðarbungu í beinni loftlínu frá afleggjaranum. Lokun á veginum er vel merkt og keðja fyrir en samt sem áður er talið nauðsynlegt að menn vakti svæðið. „Það er ótrúlegt hvað fólk er óforskammað. Bara núna síðustu nótt þurftum við að stoppa erlendan ferðamann sem var staðráðinn í að fara veginn, sama hvað,“ segir Jóhann Jóhannesson, björgunarsveitarmaður. „Við sofum því á vöktum því við treystum því engan veginn að fólk virði lokunina, ekki einu sinni þótt bíllinn sé hér fyrir.“ Þegar blaðamaður kom að í gærkvöldi var hugguleg útilegustemning við bílinn. Hópurinn var nýbúinn að grilla sér steikur í kvöldmat og sátu á tjaldstólum í hring. Það var þó eingöngu tveggja stiga hiti og ískalt rok. „Já, ég held við tjöldum ekki úti í nótt heldur sofum í bílnum. Það er að verða ansi kalt,“ segir Jóhann. Staðan verður metin seinna í dag og ákveðið hvort óhætt verði að kalla björgunarsveitarliðið heim. Eins og hjá öðrum á svæðinu snýst dagurinn því fyrst og fremst um bið eftir fréttum.
Bárðarbunga Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira