Innlent

Sá stærsti til þessa

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Dyngjujökull
Dyngjujökull Mynd/Ómar Ragnarsson
Jarðskjálfti að stærð 5,3 stig reið yfir við Bárðarbungu laust eftir miðnætti. Skjálftinn mældist á 5 kílómetra dýpi samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni.

Click here for an English version.

Skjálftinn er sá stærsti sem mælst hefur síðan jarðhræringa fór að gæta við Bárðarbungu á laugardaginn fyrir viku. Stærð skjálftans hefur þegar verið staðfest af evrópskum jarðskjálftamiðstöðum.

Einskis aukins óróa hefur orðið vart í kjölfar skjálftans. Veðurstofan fylgist áfram náið með gangi mála á svæðinu.

Nánar má lesa um tíðindi dagsins hér.


Tengdar fréttir

Skjálfti yfir fimm stig gæti ræst eldfjallið

Almannavarnir telja ennþá hættu á eldgosi frá Bárðarbungu og þótt ekkert bendi enn til þess að kvika sé á leið til yfirborðs hefur ógnin frá eldfjallinu sífellt víðtækari áhrif á samfélagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×