Fjallað var um málið í aukafréttatíma Stöðvar 2 í dag sem sjá má í heild sinni hér að ofan.
Umbrotin þá eru talin hafa byrjað með öflugum jarðskálfta að stærðinni fimm laust fyrir hádegi þann 29. september og skjálftahrinan hélt síðan stöðugt áfram. Það var svo að kvöldi 30. september að skjálftahrinan breyttist í gosóróa en það var ekki fyrr en að morgni 1. október sem gosstaðurinn var staðfestur þegar sigkatlarnir sáust.

Gjálpargosið er talið með stærri gosum á 20. öld á Íslandi og myndaðist mikil ísgjá í jöklinum. Vatnið sem gosið bræddi flæddi hins vegar ekki strax frá jöklinum heldur safnaðist fyrir í Grímsvötnum. Í fyrstu var búist við að flóðbylgjan myndi bresta á innan fárra daga yfir Skeiðarársand en reyndin varð sú að menn þurftu að bíða í fimm vikur. Það var loks þann 5. nóvember sem hamfarahlaup kom undan Skeiðarárjökli og sópaði burt brúnni yfir Gígjukvísl í heilu lagi og tók brúna yfir Skeiðará í sundur á kafla.
Eldgosinu sjálfu lauk hins vegar 14. október og stóð því í hálfan mánuð.
Í spilaranum efst í fréttinni má sjá umfjöllun um Gjálpargosið úr aukafréttatíma Stöðvar 2 klukkan 17 í dag. Hægt er að sjá fréttatímann í heild sinni á sjónvarpssíðu Vísis.
