Sigmundur Davíð: Traustvekjandi að sjá fagmennskuna Kjartan Atli Kjartansson skrifar 23. ágúst 2014 17:30 „Það er auðvitað mjög traustvekjandi að sjá hversu mikil fagmennska er á ferð í Almannvörnum á Íslandi. Hvað menn hafa í raun unnið þetta vel og lært mikið af reynslu undanfarinna ára og áratuga. Þannig að hér hjá Almannavörnum og öllum sem hjá þeim starfa eru menn með allt á hreinu og fyrir vikið er maður mikið rólegri, hvert sem framhaldið verður,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í samtali við Birtu Björnsdóttur, fréttamann Stöðvar 2, eftir fund sem hann sat í Samhæfingarmiðstöðinni í Skógarhlíð á fjórða tímanum í dag. Sigmundur sagði að á fundinum hefði verið farið yfir hugsanleg viðbrögð við gosinu sem talið er að sé hafið undir Dyngjujökli. Sigmundur sagði að verið væri að fara yfir hvernig „yrði brugðist við ólíkum sviðsmyndum.“ Ásamt Sigmundi Davíð sátu þau Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra, Haraldur Jóhannesson ríkislögreglustjóri og Víðir Reynisson, deildarstjóri hjá Almannavörnum fundinn í Skógarhlíð, eins og Vísir sagði frá fyrr í dag. Sigmundur hrósaði Almannavörnum einnig á Facebook-síðu sinni. Þar sló hann á létta strengi og sagði það uppörvandi að starfsmennirnir í Samhæfingarmiðstöðinni væru að drekka gos og borða hraun. Innslag hans á Facebook má sjá hér að neðan.Post by Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Bárðarbunga Tengdar fréttir Eldgos hafið í Dyngjujökli Eldgosið er lítið samkvæmt samhæfingarmiðstöð almannavarna 23. ágúst 2014 14:19 Sigmundur Davíð kallaður út í Skógarhlíð Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Bjarni Benediktsson, Hanna Birna Kristjánsdóttir og Haraldur Jóhannesson funda nú í Samhæfingarmiðstöðinni í Skógarhlíð ásamt fleirum vegna gossins í Dyngjujökli. 23. ágúst 2014 15:45 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Fleiri fréttir Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Sjá meira
„Það er auðvitað mjög traustvekjandi að sjá hversu mikil fagmennska er á ferð í Almannvörnum á Íslandi. Hvað menn hafa í raun unnið þetta vel og lært mikið af reynslu undanfarinna ára og áratuga. Þannig að hér hjá Almannavörnum og öllum sem hjá þeim starfa eru menn með allt á hreinu og fyrir vikið er maður mikið rólegri, hvert sem framhaldið verður,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í samtali við Birtu Björnsdóttur, fréttamann Stöðvar 2, eftir fund sem hann sat í Samhæfingarmiðstöðinni í Skógarhlíð á fjórða tímanum í dag. Sigmundur sagði að á fundinum hefði verið farið yfir hugsanleg viðbrögð við gosinu sem talið er að sé hafið undir Dyngjujökli. Sigmundur sagði að verið væri að fara yfir hvernig „yrði brugðist við ólíkum sviðsmyndum.“ Ásamt Sigmundi Davíð sátu þau Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra, Haraldur Jóhannesson ríkislögreglustjóri og Víðir Reynisson, deildarstjóri hjá Almannavörnum fundinn í Skógarhlíð, eins og Vísir sagði frá fyrr í dag. Sigmundur hrósaði Almannavörnum einnig á Facebook-síðu sinni. Þar sló hann á létta strengi og sagði það uppörvandi að starfsmennirnir í Samhæfingarmiðstöðinni væru að drekka gos og borða hraun. Innslag hans á Facebook má sjá hér að neðan.Post by Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Bárðarbunga Tengdar fréttir Eldgos hafið í Dyngjujökli Eldgosið er lítið samkvæmt samhæfingarmiðstöð almannavarna 23. ágúst 2014 14:19 Sigmundur Davíð kallaður út í Skógarhlíð Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Bjarni Benediktsson, Hanna Birna Kristjánsdóttir og Haraldur Jóhannesson funda nú í Samhæfingarmiðstöðinni í Skógarhlíð ásamt fleirum vegna gossins í Dyngjujökli. 23. ágúst 2014 15:45 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Fleiri fréttir Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Sjá meira
Eldgos hafið í Dyngjujökli Eldgosið er lítið samkvæmt samhæfingarmiðstöð almannavarna 23. ágúst 2014 14:19
Sigmundur Davíð kallaður út í Skógarhlíð Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Bjarni Benediktsson, Hanna Birna Kristjánsdóttir og Haraldur Jóhannesson funda nú í Samhæfingarmiðstöðinni í Skógarhlíð ásamt fleirum vegna gossins í Dyngjujökli. 23. ágúst 2014 15:45