Hugsar til félaga sinna í Kelduhverfinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. ágúst 2014 16:20 Mynd/Landmælingar „Þetta er high-risk svæði þannig að það er algjör slóðaháttur að yfirvöld hafi ekki tekið sig saman í andlitinu og komið þessu í lag,“ segir Erlendur Garðarsson. Erlendur er sumarbústaðaeigandi í Kelduhverfi norðan Jökulsárgljúfurs. Íbúar og sumarbústaðaeigendur á svæðinu hafa fengið sig full sadda af slæmu fjarskiptasambandi á svæðinu. „Síðan turninn féll í vetur hafa eiginlega útvarpssendingar Ríkisútvarpsins horfið,“ segir Erlendur. Hann sjálfur er staddur á höfuðborgarsvæðinu en hugsar til félaga sinna á svæðinu. „Ég var að hlusta á Rás 2 áðan þar sem fólk í Kelduhverfinu var hvatt til þess að fylgjast vel með fréttum og leiðbeiningum á RÚV,“ segir Erlendur. Það sé sérstaklega fyndið en þó ekki í ljósi þess að fólk nær ekki RÚV. Bylgjan sé í raun og veru eina útvarpsstöðin sem náist á svæðinu og fólk treysti á. „Við í Kelduhverfinu erum búin að tala við allt frá kóngi til prests. Einu svörin sem maður fær er að senda tölvupóst,“ segir Erlendur. Hann minnir á að Kelduhverfið sé jarðskjálftasvæði auk þess sem bæði sé hætta á eldgosi og hlaupi í Jökulsá á fjöllum. „Ég hef sjálfur hringt í RÚV, Símann og Póst- og fjarskiptastofnun. Svörin sem maður fær er bara úps,“ segir Erlendur. „Eini almennilegi maðurinn sem ég hef talað við er útvarpsstjóri sem lofaði að skoða þetta á næstu mánuðum.“ Erlendur telur að rétt undir hundrað manns séu með fasta búsetu á svæðinu. Auk þess er fjöldi fólks með sumarbústaði og afdrep yfir sumartímann. „Þetta snýst ekki bara um skemmtun heldur er þetta algjört öryggisatriði. Nú reynir á þetta og manni verður bilt við hérna fyrir sunnan þar sem fólk í Kelduhverfinu, sem nær ekki Rás 2, er hvatt til að hlusta á Rás 2.“Uppfært klukkan 17:27 Í tilkynningu frá RÚV er fullyrt að langbylgja RÚV náist á svæðinu. Bárðarbunga Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira
„Þetta er high-risk svæði þannig að það er algjör slóðaháttur að yfirvöld hafi ekki tekið sig saman í andlitinu og komið þessu í lag,“ segir Erlendur Garðarsson. Erlendur er sumarbústaðaeigandi í Kelduhverfi norðan Jökulsárgljúfurs. Íbúar og sumarbústaðaeigendur á svæðinu hafa fengið sig full sadda af slæmu fjarskiptasambandi á svæðinu. „Síðan turninn féll í vetur hafa eiginlega útvarpssendingar Ríkisútvarpsins horfið,“ segir Erlendur. Hann sjálfur er staddur á höfuðborgarsvæðinu en hugsar til félaga sinna á svæðinu. „Ég var að hlusta á Rás 2 áðan þar sem fólk í Kelduhverfinu var hvatt til þess að fylgjast vel með fréttum og leiðbeiningum á RÚV,“ segir Erlendur. Það sé sérstaklega fyndið en þó ekki í ljósi þess að fólk nær ekki RÚV. Bylgjan sé í raun og veru eina útvarpsstöðin sem náist á svæðinu og fólk treysti á. „Við í Kelduhverfinu erum búin að tala við allt frá kóngi til prests. Einu svörin sem maður fær er að senda tölvupóst,“ segir Erlendur. Hann minnir á að Kelduhverfið sé jarðskjálftasvæði auk þess sem bæði sé hætta á eldgosi og hlaupi í Jökulsá á fjöllum. „Ég hef sjálfur hringt í RÚV, Símann og Póst- og fjarskiptastofnun. Svörin sem maður fær er bara úps,“ segir Erlendur. „Eini almennilegi maðurinn sem ég hef talað við er útvarpsstjóri sem lofaði að skoða þetta á næstu mánuðum.“ Erlendur telur að rétt undir hundrað manns séu með fasta búsetu á svæðinu. Auk þess er fjöldi fólks með sumarbústaði og afdrep yfir sumartímann. „Þetta snýst ekki bara um skemmtun heldur er þetta algjört öryggisatriði. Nú reynir á þetta og manni verður bilt við hérna fyrir sunnan þar sem fólk í Kelduhverfinu, sem nær ekki Rás 2, er hvatt til að hlusta á Rás 2.“Uppfært klukkan 17:27 Í tilkynningu frá RÚV er fullyrt að langbylgja RÚV náist á svæðinu.
Bárðarbunga Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira