Stefnir í metviku á vefsíðu Veðurstofunnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. ágúst 2014 13:45 Besta vika Vedur.is var í maí 2010 þegar Eyjafjallajökull gaus. Mynd/Skjáskot af vef Modernus.is Landsmenn hafa líkt og fjölmiðlar sýnt jarðhræringunum við Bárðarbungu á Vatnajökli mikinn áhuga undanfarna viku. 188 þúsund notendur heimsóttu vef Veðurstofunnar í síðustu viku. Samræmd vefmæling íslenskra vefmiðla fer fram á vefsíðu Modernus. Þar eru vikulega, á mánudögum, birtar tölur yfir fjölda notenda sem sóttu heim þær vefsíður sem taka þátt í mælingunni. Meðal vefsíðna þar er Vedur.is. en mælingin nær frá mánudegi til sunnudags. Rúmlega 188 þúsund notendur heimsóttu vefsíðu Veðurstofunnar á tímabilinu 11. ágúst til 17. ágúst. Er um að ræða næstbestu viku Vedur.is en tæplega 206 þúsund notendur sóttu vefsíðuna heim í maí 2010 þegar gosið í Eyjafjallajökli stóð sem hæst. Hafa þarf í huga að síðasta vika var heldur tíðindalítil þar til kom að helginni. Fyrstu fregnir af jarðhræringum í Bárðarbungu komu í fjölmiðla á laugardaginn og því aðeins tveir daga í síðustu talningu þar sem reikna má með að Bárðarbunga hafi haft áhrif á mælingar. Reikna má með því að töluvert fleiri notendur hafi sótt Vedur.is heim í þessari viku enda Bárðarbunga á allra vörum. Fastlega má því búast við því að 206 þúsund notenda múrinn verði rofinn. Bárðarbunga Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Sjá meira
Landsmenn hafa líkt og fjölmiðlar sýnt jarðhræringunum við Bárðarbungu á Vatnajökli mikinn áhuga undanfarna viku. 188 þúsund notendur heimsóttu vef Veðurstofunnar í síðustu viku. Samræmd vefmæling íslenskra vefmiðla fer fram á vefsíðu Modernus. Þar eru vikulega, á mánudögum, birtar tölur yfir fjölda notenda sem sóttu heim þær vefsíður sem taka þátt í mælingunni. Meðal vefsíðna þar er Vedur.is. en mælingin nær frá mánudegi til sunnudags. Rúmlega 188 þúsund notendur heimsóttu vefsíðu Veðurstofunnar á tímabilinu 11. ágúst til 17. ágúst. Er um að ræða næstbestu viku Vedur.is en tæplega 206 þúsund notendur sóttu vefsíðuna heim í maí 2010 þegar gosið í Eyjafjallajökli stóð sem hæst. Hafa þarf í huga að síðasta vika var heldur tíðindalítil þar til kom að helginni. Fyrstu fregnir af jarðhræringum í Bárðarbungu komu í fjölmiðla á laugardaginn og því aðeins tveir daga í síðustu talningu þar sem reikna má með að Bárðarbunga hafi haft áhrif á mælingar. Reikna má með því að töluvert fleiri notendur hafi sótt Vedur.is heim í þessari viku enda Bárðarbunga á allra vörum. Fastlega má því búast við því að 206 þúsund notenda múrinn verði rofinn.
Bárðarbunga Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Sjá meira