Skjálftavirkni við Bárðarbungu og Dyngjujökul er enn mikil. Þó dró nokkuð úr henni upp úr klukkan tvö í nótt. Þetta segir Sigurlaug Hjaltadóttir jarðeðlisfræðingur í skeyti til fréttastofu nú fyrir skömmu. Stærsti skjálftinn í nótt sem leið var á bilinu 4,7 til 4,8 stig.
Click here for an English version.
Skemmst er að minnast greinar Haraldar Sigurðssonar, eldfjallafræðings í Stykkishólmi, sem rifjaði upp í viðtali við fréttastofu á laugardaginn að skjálfti af stærðinni 5 stig hafi hleypt af stað gosinu í Gjálp árið 1996.
Hátt í fjögur hundruð skjálftar hafa mælst sjálfvirkt síðan á miðnætti og sem fyrr er langstærstur hluti þeirra staðsettur austan Bárðarbungu, við kvikuinnskotið. Flestir skjálftarnir sem farið hefur verið yfir eru á miklu dýpi, 8-12 km, en þó hafa örfáir verið staðsettir upp undir tæplega 4 km dýpi, allra austast/nyrst. Skjálftavirknin virðist að hluta hafa færst lítið eitt til norðurs:
„Rétt fyrir miðnætti í gærkvöld, klukkan 23:50:22, varð skjálfti við Bárðarbungu og mældist hann 4,7-4,8 stig. Einn til viðbótar náðir stærðinni M 3. Síðustu daga hefur nokkur fjöldi jarðskjálfta mælst innan/við öskju Bárðarbungueldstöðvarinnar á 2 - 6 kílómetra dýpi. Þessir skjálftar verða líklega vegna breytinga á þrýstingi þegar kvika úr kvikuhólfi undir öskjunni leitar til austurs í innskot,“ segir Sigurlaug.
Sterkasti skjálftinn það sem af er var í nótt

Tengdar fréttir

Verður fimm stiga skjálfti rásmerki Bárðarbungu?
Kröftugur jarðskjálfti í Bárðarbungu um 5 á Richter var það sem hleypti af Gjálpargosinu í Vatnajökli árð 1996.