Grannt fylgst með ferðum fólks við Jökulsárgljúfur Hrund Þórsdóttir skrifar 21. ágúst 2014 21:15 Dettifoss er aflmesti foss Íslands, 45 metra hár og rúmlega 100 metra breiður. Hann er svo sannarlega tignarlegur á að líta en í stóru flóði gæti ásýnd hans breyst mikið. Fossinn hefur raunar breyst talsvert undanfarin ár. „Það bendir til þess að bergið undir honum sé veikt að einhverju leyti og það er mjög líklegt ef til flóðs kæmi að það myndi bera með sér til dæmis jaka og mikinn sand svo það er líklegt að það myndi étast eitthvað af honum,“ segir Hjörleifur Finnsson, þjóðgarðsvörður á norðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs.Og hefurðu áhyggjur af þessu? „Nei, en sem grín má skjóta því að að landamerki þjóðgarðsins eru beint við fossinn þannig að ég geri ráð fyrir að þjóðgarðurinn stækki við þessar breytingar,“ segir Hjörleifur. Það er ekki bara á hálendinu sem svæðum hefur verið lokað því í grennd við Dettifoss er ein gönguleið lokuð. Áætlað er að um sex tíma tæki að rýma Ásbyrgi og Jökulsárgljúfur ef til eldgoss kæmi.Getið þið tryggt öryggi fólks sem yrði statt hér ef til goss kæmi? „Það virðist vera, miðað við þá lágmarksfyrirvara sem vísindamenn eru sammála um. Það er hraðinn á vatninu sem skiptir máli og við álítum að við hefðum nægan tíma til að bregðast við,“ segir Hjörleifur. Hjörleifur segir slæmt ef óvissuástand dregst á langinn.Hvernig finnst þér ástandið leggjast í ferðamenn? „Eins og ég sá áðan í gestabók sem ég var að lesa finnst sumum þetta vera ævintýri.“ „Það að hafa Dettifoss út af fyrir okkur, eiga vingjarnlegar samræður við þjóðgarðsvörðinn, og spennan vegna jarðskjálftanna gera þessa dvöl hér ógleymanlega.“ Aðrir hræðast hugsanlegar hamfarir en pólskur ferðamaður við Dettifoss hafði ekkert heyrt af þeim. „Það væri mjög áhugavert að sjá þetta eldgos sérstaklega fyrir fólk sem hefur aldrei séð neitt slíku líkt gerast áður,“ segir pólski ferðamaðurinn Mircin Kwit. Bárðarbunga Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Tóku mynd af sér fyrir framan þyrluna fyrir flugslysið Erlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira
Dettifoss er aflmesti foss Íslands, 45 metra hár og rúmlega 100 metra breiður. Hann er svo sannarlega tignarlegur á að líta en í stóru flóði gæti ásýnd hans breyst mikið. Fossinn hefur raunar breyst talsvert undanfarin ár. „Það bendir til þess að bergið undir honum sé veikt að einhverju leyti og það er mjög líklegt ef til flóðs kæmi að það myndi bera með sér til dæmis jaka og mikinn sand svo það er líklegt að það myndi étast eitthvað af honum,“ segir Hjörleifur Finnsson, þjóðgarðsvörður á norðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs.Og hefurðu áhyggjur af þessu? „Nei, en sem grín má skjóta því að að landamerki þjóðgarðsins eru beint við fossinn þannig að ég geri ráð fyrir að þjóðgarðurinn stækki við þessar breytingar,“ segir Hjörleifur. Það er ekki bara á hálendinu sem svæðum hefur verið lokað því í grennd við Dettifoss er ein gönguleið lokuð. Áætlað er að um sex tíma tæki að rýma Ásbyrgi og Jökulsárgljúfur ef til eldgoss kæmi.Getið þið tryggt öryggi fólks sem yrði statt hér ef til goss kæmi? „Það virðist vera, miðað við þá lágmarksfyrirvara sem vísindamenn eru sammála um. Það er hraðinn á vatninu sem skiptir máli og við álítum að við hefðum nægan tíma til að bregðast við,“ segir Hjörleifur. Hjörleifur segir slæmt ef óvissuástand dregst á langinn.Hvernig finnst þér ástandið leggjast í ferðamenn? „Eins og ég sá áðan í gestabók sem ég var að lesa finnst sumum þetta vera ævintýri.“ „Það að hafa Dettifoss út af fyrir okkur, eiga vingjarnlegar samræður við þjóðgarðsvörðinn, og spennan vegna jarðskjálftanna gera þessa dvöl hér ógleymanlega.“ Aðrir hræðast hugsanlegar hamfarir en pólskur ferðamaður við Dettifoss hafði ekkert heyrt af þeim. „Það væri mjög áhugavert að sjá þetta eldgos sérstaklega fyrir fólk sem hefur aldrei séð neitt slíku líkt gerast áður,“ segir pólski ferðamaðurinn Mircin Kwit.
Bárðarbunga Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Tóku mynd af sér fyrir framan þyrluna fyrir flugslysið Erlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira