Pedersen: Strákarnir eiga njóta þess að spila svona leik

„Þetta er mjög spennandi leikur. Við höfum talað um það að þetta er frábært tækifæri en að við verðum að njóta þessa að spila þennan leik. Við verðum að spila af sömu áræðni og í hinum fjórum leikjunum okkar í sumar," sagði Craig Pedersen.
„Þeir eiga örugglega eftir að gera litlar breytingar eins og við gerum líka. Lykilatriðið er að strákarnir verði áfram jafngrimmir í vörn sem sókn," sagði Pedersen. Hann fagnar því að fá Jón Arnór Stefánsson inn í liðið fyrir kvöldið.
„Hann kemur með mikla reynslu inn í liðið og hann er mjög góður íþróttamaður. Hann getur búið til sitt eigið skot sem og skot fyrir aðra. Hann er líka góður í vörninni, bæði í vörn á mann með bolta en einnig í hjálparvörninni. Hann kemur því með margt inn í liðið," sagði Pedersen.
„Við erum samt ekki að breyta neinu hans vegna. Við spilum alveg eins og þegar hann var að æfa með okkur áður en hann datt út í nokkrar vikur. Það er ekkert að breytast hjá okkur," sagði Pedersen.
„Hann er mjög góður sendingamaður þannig að ef þeir ætla að dekka hann stíft þá mun hann finna opinn liðsfélaga. Við erum að spila saman sem lið í þessum leik og ef einhver er opinn þá þarf hann að vera tilbúinn að skjóta boltanum alveg eins og í hinum leikjunum," sagði Pedersen.
„Liðið hefur sýnt mikinn baráttuanda í öllum leikjunum og fyrir mér þá spila Íslendingar þannig bolta. Við þurfum að spila áfram af þeim krafti," sagði Pedersen.
„Ég vona að við getum skrifað söguna í þessum leik. Við munum allavega mæta til þess að spila okkar besta leik. Það getur margt gerst í íþróttum en við erum með lið sem getur unnið þá. Ef þeir spila betur en við þá geta þeir einnig unnið. Við verðum bara að mæta með baráttuandannn og spila eins vel og við getum," sagði Pedersen að lokum.
Tengdar fréttir

Arnar sá til þess að Bretarnir njósnuðu ekki á æfingu Íslands
Aðstoðarþjálfari landsliðsins fór yfir allar myndavélarnar í húsinu.

Hlynur: Síðasta tækifærið fyrir okkur eldri karlana
Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, telur að leikurinn í kvöld þegar íslenska landsliðið getur komist langleiðina inn á EM með sigri á Bretum í London sé sá stærsti og mikilvægasti á ferlinum.

Logi hefur ekki skorað meira í Evrópuleik í tæp sjö ár
Logi Gunnarsson fór fyrir sóknarleik íslenska körfuboltalandsliðsins í tapinu í Bosníu í undankeppni EM 2015 í Tuzla í kvöld en hann var stigahæstur í íslenska liðinu í leiknum með 18 stig.

Mættur til að gera það sem þjálfarinn segir mér að gera
Jón Arnór Stefánsson hitti landsliðið í London í gær og segist vera í góðu standi fyrir leikinn mikilvæga.

Hlynur: Jón Arnór kunni þetta sem betur fer
Fyrirliðinn ánægður með Jón Arnór á æfingunni í London í kvöld.

Enginn Stefánsson upp á stigatöflunni
Bretarnir þurfa að breyta stigatöflunni fyrir leikinn á morgun.

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Bretland 83-70 | Martin og Haukur Helgi drógu vagninn
Ísland í góðri stöðu eftir sigur á Bretum.

Helgi Már: Sem betur fer er ég með skilningsríkan vinnuveitanda
Kemur inn í liðið og spilar gegn Bretlandi annað kvöld.

Bretar og Bosníumenn mætast í kvöld
Bretland og Bosnía mætast í Copper Box Arena í London í kvöld í öðrum leik A-riðils í undankeppni EM 2015 í körfubolta.

Strákarnir töpuðu með tíu stiga mun í Bosníu | Frábærir í fjórða
Íslenska körfuboltalandsliðið varð að sætta stig við tíu stiga tap í Bosníu í kvöld, 62-72, í öðrum leik liðsins í undankeppni Evrópumótsins en spilaði var fyrir framan troðfulla höll í Tuzla.

Martin: Þetta var eitt það rosalegasta sem ég hef upplifað
Martin Hermannsson segist aldrei hafa upplifað aðra eins stemmingu og í leiknum gegn Bosníu ytra á dögunum en hann getur ekki beðið eftir leiknum gegn Bretlandi í kvöld sem verður stærsti leikur ferilsins.

Bosníumenn hituðu upp fyrir Ísland með sannfærandi sigri í London
Bosnía vann sannfærandi 13 stiga sigur á Bretlandi, 80-67, í riðli Íslands í undankeppnio EM í körfubolta en þjóðirnar mættust í London í kvöld.

Logi: Við erum allir eins og bræður
Logi Gunnarsson, leikjahæsti leikmaður íslenska landsliðsins, er harður á því að leikurinn á móti Bretum í kvöld sé sá stærsti á ferlinum ásamt því að hrósa liðsheildinni í íslenska landsliðinu.

Elvar Már og Ólafur detta út úr hópnum
Jón Arnór Stefánsson og Helgi Már Magnússon koma inn fyrir Suðurnesjamennina.

Martin: Jón Arnór er fyrirmyndin mín
Martin Hermannsson er einn þeirra leikmanna sem þarf að stíga upp í fjarveru Jóns Arnórs Stefánssonar.

Strákarnir mæta Bosníumönnum í troðfullri höll í Tuzla
Íslenska körfuboltalandsliðið lagði af stað til Bosníu í morgun en framundan er leikur við bosníska landsliðið í undankeppni Evrópumótsins á sunnudagkvöldið.

Margir yrðu hissa ef Ísland kæmist á EM
Haukur Helgi Pálsson og Martin Hermannsson sáu til þess að Ísland saknaði ekki Jóns Arnórs Stefánssonar í sigrinum mikilvæga á Bretlandi í fyrrakvöld.

Pavel: Verðum að gleyma að Jón Arnór sé til
Ísland mætir Bretlandi í undankeppni Evrópumótsins í körfuknattleik á sunnudaginn og segir Pavel Ermolinskij að það sé sárt að missa Jón Arnór Stefánsson úr hópnum.

Hlynur fann út það eina jákvæða við fjarveru Jóns Arnórs
Ísland mætir Bretlandi annað kvöld í fyrsta leiknum í undankeppni EM í körfu 2015. Hlynur Bæringsson fann út það eina jákvæða við fjarveru Jóns Arnórs.

Þess vegna eru allir að missa sig yfir Martin
Martin Hermannsson fór á kostum í leik Íslands og Bretlands í körfubolta á dögunum, en Martin skoraði 22 stig.

Ísland aldrei tapað í Koparkassanum í London
Landsleikurinn gegn Bretlandi annað kvöld fer fram í íþróttahöll þar sem Ísland hefur aldrei tapað.

Jón Arnór verður með Íslandi gegn Bretum
Besti körfuknattleiksmaður þjóðarinnar tekur áhættuna og ætlar að hjálpa til við að koma Íslandi á EM 2015.

Jón Arnór mættur til London: Sumir segja að ég sé "glory hunter“
"Það kviknaði á gamla keppnismanninum og ég varð bara að taka þátt í þessu," segir Jón Arnór Stefánsson sem er mættur til London.

Bestu úrslitin í Evrópuleik á Balkanskaganum
Íslenska körfuboltalandsliðið tapaði með tíu stiga mun á móti Bosníu í Bosníu í kvöld eins og áður hefur komið fram á Vísi. Þrátt fyrir tapið er þetta bestu úrslit íslenska körfuboltalandsliðsins á þessum slóðum.

Haukur Helgi: Við ætlum okkur á EM
Haukur Helgi Pálsson ætlar ekki að láta meiðsli stoppa sig frá því að spila leikinn gegn Bretum í London í kvöld. Haukur lenti í töluverðum vandræðum út í Bosníu á dögunum vegna meiðsla og vinnuvandræða en liðsfélagar hans stigu upp í fjarveru hans.

Logi: Forréttindi fyrir mig
Logi segir að liðið muni sakna Jóns Arnórs, en að ábyrgðin færist yfir á aðra.

Enginn í Evrópu öflugri en Hlynur og Pavel í gær
Íslenska körfuboltalandsliðið byrjaði undankeppni EM frábærlega í Laugardalshöllinni í gærkvöldi þegar liðið vann þrettán stiga sigur á sterku bresku liði, 83-70.