Engir slitnir endar með banananæringu Ragnheiður Guðmundsdóttir skrifar 20. ágúst 2014 14:00 Vísir/Getty Til þess að halda hárinu heilbigðu og óslitnu er mikilvægt að klippa það reglulega og halda því vel nærðu þess á milli. Hárblásarar, hárlitur og önnur efni sem við notum í hárið fara illa með það og þurrka það. Flestar hárnæringar innihalda kemísk efni sem geta verið skaðleg heilsunni og náttúrunni. Til þess að forðast að bera á sig óæskileg eiturefni er sniðug og ódýr lausn að búa til þær snyrtivörur sem maður getur sjálfur. Hér er uppskrift af dásamlegri bananahárnæringu sem nærir hárið vel og kemur í veg fyrir slitna enda. Hún er alveg án allra aukaefna og kostar lítið að búa til.Hráefni sem þarf í næringuna:1 stór banani 1 egg 1 msk lífræn kókosolía 3 msk lífrænt hunangAðferð:1.Stappið bananann vel og hrærið saman við eggið. Blandið kókosolíunni og hunanginu saman við og hrærið næringuna vel saman í skál. 2. Berið í hárið og hársvörð og bíðið í 30 mín. 3. Skolið næringuna úr með köldu vatni og þvoið svo hárið með sjampói. Heilsa Mest lesið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Hátt í þúsund bangsar fengu hjarta fyrstu helgina Lífið samstarf Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið
Til þess að halda hárinu heilbigðu og óslitnu er mikilvægt að klippa það reglulega og halda því vel nærðu þess á milli. Hárblásarar, hárlitur og önnur efni sem við notum í hárið fara illa með það og þurrka það. Flestar hárnæringar innihalda kemísk efni sem geta verið skaðleg heilsunni og náttúrunni. Til þess að forðast að bera á sig óæskileg eiturefni er sniðug og ódýr lausn að búa til þær snyrtivörur sem maður getur sjálfur. Hér er uppskrift af dásamlegri bananahárnæringu sem nærir hárið vel og kemur í veg fyrir slitna enda. Hún er alveg án allra aukaefna og kostar lítið að búa til.Hráefni sem þarf í næringuna:1 stór banani 1 egg 1 msk lífræn kókosolía 3 msk lífrænt hunangAðferð:1.Stappið bananann vel og hrærið saman við eggið. Blandið kókosolíunni og hunanginu saman við og hrærið næringuna vel saman í skál. 2. Berið í hárið og hársvörð og bíðið í 30 mín. 3. Skolið næringuna úr með köldu vatni og þvoið svo hárið með sjampói.
Heilsa Mest lesið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Hátt í þúsund bangsar fengu hjarta fyrstu helgina Lífið samstarf Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið