Umfjöllun, viðtöl og myndbönd: Stjarnan - Inter 0-3 | Ítalska stórveldið númeri of stórt Kristinn Páll Teitsson og Ingvi Þór Sæmundsson á Laugardalsvelli skrifar 20. ágúst 2014 12:13 Nemanja Vidic í gæslu í Laugardalnum í kvöld. Vísir/Andri marinó Inter vann 3-0 sigur á Stjörnunni í fyrri leik liðanna í 4. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Ítalska liðið var sterkari aðilinn allt frá byrjun, en Stjörnumenn vörðust vel og héldu marki sínu hreinu allt fram á 40. mínútu. Eftir fyrsta markið var á brattann að sækja og Inter bætti við tveimur mörkum í byrjun og lok seinni hálfleiks.Mörkin úr leiknum má sjá neðst í fréttinni.Rúnar Páll Sigmundsson stillti upp í 4-2-3-1, sama leikkerfi og Stjarnan hefur spilað meira og minna í allt sumar. Niclas Vemmelund, Martin Rauschenberg, Daníel Laxdal og Hörður Árnason mynduðu fjögurra manna varnarlínu. Þorri Geir Rúnarsson og Atli Jóhannsson spiluðu aftarlega á miðjunni og fyrir framan þá var Pablo Punyed. Arnar Már Björgvinsson var á hægri kantinum og Ólafur Karl Finsen á þeim vinstri og Veigar Páll Gunnarsson fremstur.Walter Mazzarri, þjálfari Inter, stillti upp í eins konar útgáfu af 5-4-1; með tvo vænbakverði og tígulmiðju. Miðverðirnir voru þrír, fyrirliðinn Andrea Ranocchia, Nemanja Vidic og Juan Jesus, Jonathan var vængbakvörður hægra megin og Dodo vinstra megin. Yann M'Vila var aftastur á miðjunni, Hernanes hægra megin við hann og Mateo Kovacic vinstra megin. Ruben Botta spilaði svo fremstur á miðjunni, fyrir aftan framherjann Mauro Icardi.vísir/gettyLeikurinn var í ágætis jafnvægi framan af. Eins og við mátti búast var Inter miklu meira með boltann og stjórnaði ferðinni. En Stjörnumenn spiluðu agaðan og sterkan varnarleik. Liðið færði sig sem heild og leikmönnum Inter gekk illa að finna opin svæði. Inter fór meira upp hægra megin, en Jonathan var mjög áberandi í fyrri hálfleik. Herði Árnasyni gekk þó ágætlega að hafa hemil á Brasilíumanninum í fyrri hálfleik. Hörður, sem byrjaði ekki að æfa fótbolta fyrir alvöru fyrr en eftir fermingu, fær ekki alltaf það hrós sem hann á skilið, en hann hefur staðið virkilega vel í sumar. Það var helst að Inter tækist að skapa hættu eftir hornspyrnur. Juan Jesus átti hættulegan skalla rétt yfir eftir eina slíka á 3. mínútu og á þeirri 24. mínútu bjargaði Ólafur Karl á línu eftir góðan skalla frá Ranocchia. Stjörnumönnum gekk þó illa að halda boltanum, en það reyndist þeim þrautinni þyngri að færa boltann fram völlinn. Fyrsta sendingin út úr vörninni var of oft ónákvæm og fyrir vikið voru leikmenn Inter jafnan komnir með boltann fljótlega eftir að hafa misst hann. Stjörnumenn virtust ætla að fara með 0-0 stöðu inn í hálfleikinn, en þá kom markið - nánast upp úr þurru. Dodo bjó sér til pláss vinstra megin á miðjunni og lyfti boltanum inn á vítateiginn. Rauschenberg misreiknaði flugið á boltanum sem fór af kollinum á honum, framhjá Daníel Laxdal og fyrir fætur Icardi sem setti boltann af öryggi framhjá Ingvari Jónssyni í marki Stjörnunnar.vísir/gettyStaðan var 1-0 í leikhléi en Stjörnumenn virtust enn vankaðir þegar króatíski dómarinn Marijo Strahonja flautaði til seinni hálfleiks. Leikmenn Inter gengu á lagið og eftir 48. mínútna leik var staðan orðin 2-0. Ranocchia átti þá sendingu á Jonathan sem fékk nægan tíma til að gefa boltann fyrir. Hann þakkaði pent fyrir sig og sendi nákvæma sendingu á kollinn á Dodo sem mætti á fjærstöngina og skallaði boltann í netið. Stjörnumenn voru slegnar út af laginu og á 51. mínútu munaði minnstu að Icardi skoraði þriðja markið þegar hann hitti ekki boltann inni á vítateignum eftir aukaspyrnu. Skömmu síðar átti Hernanes ágætis skot á lofti fyrir utan vítateig sem Ingvar varði í annarri tilraun. Inter-menn voru með öll tök á leiknum næstu mínútur og voru líklegri til að bæta við marki, en Stjörnumenn að minnka muninn. Rúnar Páll reyndi að hrista upp í hlutunum og á 69. mínútu sendi hann Garðar Jóhannsson og Rolf Toft inn á í stað Þorra Geirs og Veigar Páls. Leikur Stjörnunnar lagaðist við þessa tvöföldu skiptingu og aðeins nokkrum mínútum síðar bjargaði Ranocchia því að Toft fengi boltann fyrir opnu marki. Stjörnumenn fengu hornspyrnu og eftir hana komst Toft í fínt færi, en hann skaut boltanum í hliðarnetið. Tíu mínútum seinna átti Ólafur Karl gott skot fyrir utan vítateig sem Samir Handanovic þurfti að hafa sig allan við að verja. Inter-menn voru samt ávallt líklegir og varamaðurinn Daniel Osvaldo minnti á sig þegar hann átti skot sem Ingvar varði frábærlega í slána. Hann kom hins vegar engum vörnum við á 89. mínútu þegar varamaðurinn Danilo D'Ambrosio skoraði þriðja markið með fallegu skoti eftir að annar varamaður, Zdravko Kuzmanovic, hafði lagt boltann út í teiginn fyrir hann. Skömmu síðar flautaði Strahonja til leiksloka. Lokatölur 3-0, Inter í vil. Inter er með mun sterkara lið en Stjarnan og jafnvel þótt tímabilið á Ítalíu sé ekki enn hafið sýndu þeir á köflum í kvöld hversu megnunir þeir eru. Stjörnumenn vörðust mjög vel fram að fyrsta markinu, en eftir það var brekkan einfaldlega of brött. Inter-menn gengu á lagið og nýttu sér sofandahátt Garðbæinga í byrjun seinni hálfleiks. Stjörnumenn lögðu þó aldrei árar í bát og áttu ágætis sóknir eftir tvöföldu skiptinguna. Markið hjá D'Ambrosio gerði svo endanlega út um leikinn og möguleika Stjörnunnar. Garðbæingar hafa aðeins stoltið til að spila upp á í seinni leiknum á San Siro, en reynslan sem fæst úr þessum tveimur leikjum kemur til með að nýtast félaginu í framtíðinni. Stjarnan hefur staðið sig betur í Evrópudeildinni en nokkur þorði að vona. Nú er bara að klára síðasta verkefnið með sæmd.vísir/gettyHörður: Ekki erfiðara en gegn Poznan „Þetta var mjög góð reynsla, en mjög svekkjandi tap. Þetta voru leiðinleg mörk sem við fengum á okkur og við hefðum átt að koma í veg fyrir þau,“ sagði Hörður Árnason, vinstri bakvörður Stjörnunnar eftir 3-0 tapið gegn Inter á Laugardalsvelli í kvöld. Hann sagði að fyrstu tvö mörk Inter hefðu komið á slæmum tímum, undir lok fyrri hálfleiks og í byrjun þess seinni. „Þau komu á versta tíma. Við héldum að við værum að sigla inn í hálfleikinn með jafna stöðu, en þá fengum við á okkur mark. „Við héldum sama skipulagi þrátt fyrir að hafa fengið á okkur mark undir lok fyrri hálfleiks. Jafnvel þótt staðan hafi verið 0-0, hefðum við alltaf þurft að skora á San Siro. „Planið var alltaf að vera þolinmóðir, þéttir til baka og sækja hratt á þá,“ sagði Hörður, en hvernig upplifun var að spila þennan leik? „Þetta var ekki erfiðari leikur en leikirnir gegn Lech Poznan. Þetta var voða svipað. Bæði lið sækja og spila hratt í kringum vörn mótherjanna og reyna svo að gefa fyrir og skora þannig. „Við vorum eiginlega bara óheppnir í kvöld. Mörkin sem við fengum á okkur voru ódýr og maður er svekktur eftir leikinn,“ sagði Hörður að lokum.vísir/gettyRúnar Páll: Aldrei upplifað annað eins Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, hrósaði leikmönnum sínum og stuðningsmönnum í hástert eftir 0-3 tap Garðarbæjarliðsins gegn Inter frá Mílanó í Evrópudeildinni. „Mér fannst þessi frammistaða góð. Leikmenn gerðu það sem lagt var upp með," sagði Rúnar Páll við Vísi í leikslok. „Þeir sköpuðu sér ekki mikið af færum í fyrri hálfleik, þó þeir hefðu verið í sókn mest allan tímann. Við vissum fyrir leikinn að það myndi verða raunin. Við náðum að loka þessum svæðum þær sem þeir eru hættulegastir. Markið sem við fengum á okkur í fyrri hálfleik var klaufalegt og samskiptaleysi af okkar hálfu." „Staðan var ágæt í hálfleik, en markið sem við fengum á okkur í upphafi síðari hálfleiks var einnig klaufalegt. Það var einn maður inn í teig hjá þeim á móti fjórum til fimm varnarmönnum okkar." „Við þurftum að setja mark á þá í síðari hálfleik og fórum aðeins framar, en heilt yfir var þetta frábær frammistaða hjá strákunum." „Ég hef aldrei upplifað annað eins á Laugardalsvelli. Ég hef komið hér á landsleiki síðan ég var ungur drengur, en aldrei upplifað svona stemningu. Það er frábær fyrir drengina að upplifa þetta og þetta fer í reynslubankann." „Inter er mjög gott lið. Við vissum það alveg og við vissum að við máttum ekki opna okkur mikið varnarlega, með því að fara framarlega með bakverðina og annað." „Við förum út og reynum að gera okkar besta. Það verður gífurlega erfitt að vinna upp þriggja marka forystu á útivelli og við ætlum að fara út og hafa gaman. Við erum að fara spila á frábærum velli og þetta verður ævintýri." „Við þurfum að skoða þennan leik og sjáum hvort við getum eitthvað breytt útaf vananum og farið framar, en þá held ég að við endum í eitthverju stórtapi. Þeir eru það flinkir og ég held það verði mjög svipað upplegg. Kannski reynum við að fara aðeins framar með kantmennina, en höfum bara gaman að því. Það er allt hægt!," sagði Rúnar Páll að lokum.vísir/gettyMazzarri: Einvígið er ekki búið „Það var mjög ánægjulegt að ná þremur mörkum og halda hreinu hér í kvöld. Fyrsta markið gerði okkur töluvert léttara fyrir,“ sagði Walter Mazzarri, þjálfari Inter, ánægður eftir 3-0 sigur á Stjörnuni í kvöld. „Leikurinn mun erfiðari en tölurnar gefa til kynna, Stjarnan lék vel í leiknum og að ná marki rétt fyrir lok fyrri hálfleiks var töluverður léttir fyrir okkur.“ Mazzarri sagði að þeir hefðu grandskoðað lið Stjörnunnar fyrir leikinn og voru með sérstakt lið til þess. „Við vorum búnir að grandskoða Stjörnuna en það kom mér á óvart hversu mikið Stjarnan sótti í stöðunni 2-0. Þeir náðu nokkrum sinnum að ógna markinu okkar í seinni hálfleik,“ Inter bætti við marki í upphafi seinni hálfleiks sem gerði verkefni Stjörnunnar enn erfiðara. „Ég var mjög ánægður að fá markið í upphafi hálfleiksins. Ég talaði við strákana í klefanum í leikhlé um að koma inn í seinni hálfleikinn af fullum krafti líkt og staðan væri 0-0 sem þeir gerðu og náðu marki í upphafi.“ Mazzarri vildi ekki meina að einvígið búið þótt að staðan væri góð. Hann var afar hrifinn af Ólafi Karli, Pablo og Atla í leiknum. „Það er aldrei neitt öruggt í fótboltanum, einvígið er ekki búið og við viljum fara af fullri alvöru inn í seinni leikinn þótt staðan sé góð. Ég vona bara að stuðningsmenn Inter fjölmenni á leikinn þar sem þetta verður fyrsti alvöru heimaleikur liðsins á þessu tímabili.“Ingvar: Höfum aldrei mætt svona liði áður Ingvar Jónsson, markvörður Stjörnunnar, var að vonum svekktur eftir 3-0 tapið gegn Inter í kvöld. „Þeir sköpuðu sér ekki mikið af opnum færum í fyrri hálfleik og það var hrikalega svekkjandi að fá á sig mark undir lok hálfleiksins. „Við gerðum klaufaleg mistök og þeir refsa fyrir allt slíkt. Þeir eru hrikalega öflugir og við höfum aldrei mætt svona liði áður. „Það hefði verið mjög gott að fara með 0-0 stöðu inn í hálfleik - þá hefði komið upp smá stress hjá þeim. „Við ætluðum að halda hreinu í seinni hálfleik en við fengum strax á okkur mark sem sló okkur út af laginu,“ sagði Ingvar sem var nokkuð sáttur með kafla í seinni hálfleiknum. „Við vissum að þeir væru ekki í besta leikforminu og að við myndum fá okkar tækifæri. En þetta gekk ekki í dag.“ Ingvar var ánægður með þann gríðarlega stuðning sem Stjarnan fékk í kvöld. „Það var algjör snilld að upplifa þetta. Það var frábær stemmning og ótrúlegt að heyra stuðninginn frá sitthvorri áttinni. Þetta var magnað og eitthvað sem maður gleymir ekki í bráð,“ sagði Ingvar að endingu.Kovacic: Við eigum helling inni „Ég er virkilega ánægður enda ekki annað hægt. Við náðum að skora þrjú mörk og tökum sigurinn með okkur heim,“ sagði Mateo Kovacic, króatíski miðjumaður Inter eftir leikinn. „Við erum virkilega ánægðir með sigurinn en ég er viss um að við munum spila betur á heimavelli í seinni leik liðanna á miðvikudaginn og ná öðrum sigri.“ Kovacic var hrifinn af Stjörnuliðinu í kvöld. „Þeir eru með gott lið sem getur leikið á marga vegu og eru afar duglegir, þetta er flott blanda en sem betur fer náðum við þremur mörkum.“ Tvö fyrstu mörk Inter komu á versta tíma fyrir Stjörnumenn, eitt undir lok fyrri hálfleiksins og eitt í upphafi seinni hálfleiksins. „Það var mikilvægt að ná þessu mörkum. Við höfum sýnt það að við getum skorað mörk í öllum leikjum en við þurfum að spila betur heilt yfir,“ sagði Kovacic sem sagði að þeir hefðu undirbúið sig vel fyrir leikinn. „Við skoðuðum þá nokkuð vel en við vorum alltaf að einblína á að við myndum bara leika okkar leik. Í dag náðum við því og flestir leikmennirnir léku vel en ég veit að við eigum helling inni,“ sagði Kovacic að lokum.Atli: Full stórt tap miðað við gang leiksins„Þetta var full stórt miðað við gang leiksins, við héldum vel í þá í fyrri hálfleik þangað til þeir komast yfir með heppnismarki,“ sagði Atli Jóhannsson, leikmaður Stjörnunnar, eftir leikinn í kvöld. „Það mark drap andann hjá okkur og svo fáum við annað mark beint í andlitið á okkur í seinni hálfleik. Þeir áttu skilið að vinna en þetta var full stórt.“ Annað mark Inter kom eftir einbeitingarleysi í vörn Stjörnunnar. „Það var smá einbeitingarleysi hjá okkur og það má ekki gegn jafn sterku liði og Inter, þessi lið refsa manni.“ Lokatölur leiksins endurspegluðu ekki gang leiksins að mati Walter Mazzarri, þjálfar Inter, og var Atli á sömu nótunum. „Það var ekki fyrr en við færðum okkur framan í stöðunni 2-0 að varnarleikurinn opnaðist hjá okkur og þeir fengu fleiri færi. Það var kannski bara sanngjarnt að þeir næðu marki þarna í lokin, það var óþarfi en kannski sanngjarnt.“ Það var flott stemming á vellinum í kvöld og skemmti Atli sér konunglega fyrir framan troðfullan Laugardalsvöll. „Þetta var algjörlega frábært og ég tek hatt minn ofan fyrir öllu fólkinu sem mætti. Það var frábært að heyra stúkurnar kalla sín á milli og við erum ekki vanir því að hafa svona marga að styðja okkur. Þetta hlýtur að vera Íslandsmet, það er bara í brekkunni sem fleiri syngja saman,“ sagði Atli léttur.Daníel Laxdal:Hrósa áhorfendum og Silfurskeiðinni „Þetta var svekkjandi að þetta fór 3-0. Þetta er fáranlega gott lið, en mér fannst við ná að halda þeim í skefjum. Svekkjandi að fá á sig svona klaufaleg mörk," sagði Daníel Laxdal, miðvörður Stjörnunnar í leikslok, en Daníel átti afar góðan leik. „Þeir voru helling með boltann, en mér fannst við gera góða hluti. Það var svekkjandi að fá á sig mark í lok fyrri hálfleiks og svo strax í upphafi síðari hálfleiks. Með smá heppni fannst mér við geta skorað, en svo fengum við það þriðja í andlitið." „Þetta var ekki erfiðari en ég bjóst við. Þetta eru atvinnumenn í knattspyrnu og flestir landsliðsmenn og maður bjóst við að þeir væru sterkir." „Planið okkar var að liggja aftarlega og beita skyndisóknum, en ég vil hrósa áhorfendur og Silfurskeiðinni sérstaklega. Það var frábær stemning og frábært að spila í flóðljósunum," sagði Daníel sem sagði að þetta hafi ekki toppað stemninguna í Póllandi þar sem Stjarnan spilaði á dögunum. „Það verður erfitt að toppa það, en á íslenskan mælikvarða var þetta alveg magnað," sagði Daníel við fjölmiðla í leikslok.Veigar Páll: Var með gæsahúð lengi „Mér fannst við standa okkur ágætlega. Við vissum að við þyrftum að liggja heilmikið í vörn," sagði Veigar Páll Gunarsson, fyrirliði Stjörnunnar, í leikslok. „Mér fannst við gera það mjög vel í fyrri hálfleik. Það var smá heppni í þessu marki þeirra í lok fyrri hálfleiks. Síðan ákváðum við frá með 60. - 65. mínútu, en við vissum að það væri áhættusamt og fáum þriðja markið á okkur undir lokin." „Annað markið er smá rothögg. Það er erfitt að lenda 1-0 undir gegn svona liði, en við erum að spila á móti Inter Milan. Við erum bara Stjarnan, en stóran hlutan af leiknum stóðum við okkur mjög vel." „Að spila fyrir framan Laugardalsvöll er magnað. Þetta var algjörlega magnað. Ég þakka þvílíkt fyrir stuðninginn. Maður var með gæsahúð lengi í leiknum." „Það er bara frábært að vera á leiðinni á San Siro. Við þurfum bara sætta okkur við það að við séum dottnir út, en við ætlum bara hafa gaman að þessu. Þetta er búið að vera ævintýri og það verður gaman að enda þetta á San Siro." „Ég er búinn að frétta það að það er fullt af fólki að fara með okkur út að styðja okkur og það er bara magnað," sagði Veigar Páll í leikslok.Inter 0-1, Mauro Iscardi Inter 0-2, Dodo Inter 0-3, Danilo DAmbrosio Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Mazzarri hefur áhyggjur af leikforminu Stjarnan og Inter mætast á morgun í fjórðu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. 19. ágúst 2014 18:30 Mazzarri: Höfum öllu að tapa Stjarnan og Inter mætast í kvöld í fyrri leik liðanna í fjórðu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. 20. ágúst 2014 14:15 "Í kvöld eru allir í Silfurskeiðinni“ Vísir birtir texta Silfurskeiðarinnar svo allir geti sungið með á Laugardalsvelli í kvöld. Silfurskeiðin efnir til skrúðgöngu í kvöld og verður flugeldasýning á leiðinni. 20. ágúst 2014 11:07 Leikmenn Inter mættir til landsins | Myndir Leikmenn Internatzionale frá Ítalíu lentu á Íslandi rétt eftir hádegi í dag og voru mættir upp á hótel rétt fyrir klukkan tvö. 19. ágúst 2014 14:22 Lars á íslensku: "Áfram Stjarnan“ Óli Stef, Gary Martin, Gísli Marteinn, Helgi Björns og margir fleiri segja:"Áfram Stjarnan“ 20. ágúst 2014 11:24 Rúnar Páll: Kemur í ljós hvernig leikurinn þróast Stjarnan mætir Inter í stærsta leik í sögu Garðabæjarliðsins í kvöld. 20. ágúst 2014 06:30 Þrefaldir Evrópumeistarar æfðu á Laugardalsvelli | Myndir Stjarnan og Inter mætast í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. 20. ágúst 2014 08:00 Veigar Páll: Stærsti leikurinn á ferlinum Veigar Páll Gunnarsson telur að leikurinn gegn Internatzionale í undankeppni Evrópudeildarinnar í kvöld sé stærsti leikur hans á ferlinum. Veigar Páll telur að Stjarnan eigi möguleika hérna heima gegn ítalska stórveldinu. 20. ágúst 2014 12:30 Mest lesið Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ Enski boltinn „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Körfubolti „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til KA fær lykilmann úr Eyjum Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Sjá meira
Inter vann 3-0 sigur á Stjörnunni í fyrri leik liðanna í 4. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Ítalska liðið var sterkari aðilinn allt frá byrjun, en Stjörnumenn vörðust vel og héldu marki sínu hreinu allt fram á 40. mínútu. Eftir fyrsta markið var á brattann að sækja og Inter bætti við tveimur mörkum í byrjun og lok seinni hálfleiks.Mörkin úr leiknum má sjá neðst í fréttinni.Rúnar Páll Sigmundsson stillti upp í 4-2-3-1, sama leikkerfi og Stjarnan hefur spilað meira og minna í allt sumar. Niclas Vemmelund, Martin Rauschenberg, Daníel Laxdal og Hörður Árnason mynduðu fjögurra manna varnarlínu. Þorri Geir Rúnarsson og Atli Jóhannsson spiluðu aftarlega á miðjunni og fyrir framan þá var Pablo Punyed. Arnar Már Björgvinsson var á hægri kantinum og Ólafur Karl Finsen á þeim vinstri og Veigar Páll Gunnarsson fremstur.Walter Mazzarri, þjálfari Inter, stillti upp í eins konar útgáfu af 5-4-1; með tvo vænbakverði og tígulmiðju. Miðverðirnir voru þrír, fyrirliðinn Andrea Ranocchia, Nemanja Vidic og Juan Jesus, Jonathan var vængbakvörður hægra megin og Dodo vinstra megin. Yann M'Vila var aftastur á miðjunni, Hernanes hægra megin við hann og Mateo Kovacic vinstra megin. Ruben Botta spilaði svo fremstur á miðjunni, fyrir aftan framherjann Mauro Icardi.vísir/gettyLeikurinn var í ágætis jafnvægi framan af. Eins og við mátti búast var Inter miklu meira með boltann og stjórnaði ferðinni. En Stjörnumenn spiluðu agaðan og sterkan varnarleik. Liðið færði sig sem heild og leikmönnum Inter gekk illa að finna opin svæði. Inter fór meira upp hægra megin, en Jonathan var mjög áberandi í fyrri hálfleik. Herði Árnasyni gekk þó ágætlega að hafa hemil á Brasilíumanninum í fyrri hálfleik. Hörður, sem byrjaði ekki að æfa fótbolta fyrir alvöru fyrr en eftir fermingu, fær ekki alltaf það hrós sem hann á skilið, en hann hefur staðið virkilega vel í sumar. Það var helst að Inter tækist að skapa hættu eftir hornspyrnur. Juan Jesus átti hættulegan skalla rétt yfir eftir eina slíka á 3. mínútu og á þeirri 24. mínútu bjargaði Ólafur Karl á línu eftir góðan skalla frá Ranocchia. Stjörnumönnum gekk þó illa að halda boltanum, en það reyndist þeim þrautinni þyngri að færa boltann fram völlinn. Fyrsta sendingin út úr vörninni var of oft ónákvæm og fyrir vikið voru leikmenn Inter jafnan komnir með boltann fljótlega eftir að hafa misst hann. Stjörnumenn virtust ætla að fara með 0-0 stöðu inn í hálfleikinn, en þá kom markið - nánast upp úr þurru. Dodo bjó sér til pláss vinstra megin á miðjunni og lyfti boltanum inn á vítateiginn. Rauschenberg misreiknaði flugið á boltanum sem fór af kollinum á honum, framhjá Daníel Laxdal og fyrir fætur Icardi sem setti boltann af öryggi framhjá Ingvari Jónssyni í marki Stjörnunnar.vísir/gettyStaðan var 1-0 í leikhléi en Stjörnumenn virtust enn vankaðir þegar króatíski dómarinn Marijo Strahonja flautaði til seinni hálfleiks. Leikmenn Inter gengu á lagið og eftir 48. mínútna leik var staðan orðin 2-0. Ranocchia átti þá sendingu á Jonathan sem fékk nægan tíma til að gefa boltann fyrir. Hann þakkaði pent fyrir sig og sendi nákvæma sendingu á kollinn á Dodo sem mætti á fjærstöngina og skallaði boltann í netið. Stjörnumenn voru slegnar út af laginu og á 51. mínútu munaði minnstu að Icardi skoraði þriðja markið þegar hann hitti ekki boltann inni á vítateignum eftir aukaspyrnu. Skömmu síðar átti Hernanes ágætis skot á lofti fyrir utan vítateig sem Ingvar varði í annarri tilraun. Inter-menn voru með öll tök á leiknum næstu mínútur og voru líklegri til að bæta við marki, en Stjörnumenn að minnka muninn. Rúnar Páll reyndi að hrista upp í hlutunum og á 69. mínútu sendi hann Garðar Jóhannsson og Rolf Toft inn á í stað Þorra Geirs og Veigar Páls. Leikur Stjörnunnar lagaðist við þessa tvöföldu skiptingu og aðeins nokkrum mínútum síðar bjargaði Ranocchia því að Toft fengi boltann fyrir opnu marki. Stjörnumenn fengu hornspyrnu og eftir hana komst Toft í fínt færi, en hann skaut boltanum í hliðarnetið. Tíu mínútum seinna átti Ólafur Karl gott skot fyrir utan vítateig sem Samir Handanovic þurfti að hafa sig allan við að verja. Inter-menn voru samt ávallt líklegir og varamaðurinn Daniel Osvaldo minnti á sig þegar hann átti skot sem Ingvar varði frábærlega í slána. Hann kom hins vegar engum vörnum við á 89. mínútu þegar varamaðurinn Danilo D'Ambrosio skoraði þriðja markið með fallegu skoti eftir að annar varamaður, Zdravko Kuzmanovic, hafði lagt boltann út í teiginn fyrir hann. Skömmu síðar flautaði Strahonja til leiksloka. Lokatölur 3-0, Inter í vil. Inter er með mun sterkara lið en Stjarnan og jafnvel þótt tímabilið á Ítalíu sé ekki enn hafið sýndu þeir á köflum í kvöld hversu megnunir þeir eru. Stjörnumenn vörðust mjög vel fram að fyrsta markinu, en eftir það var brekkan einfaldlega of brött. Inter-menn gengu á lagið og nýttu sér sofandahátt Garðbæinga í byrjun seinni hálfleiks. Stjörnumenn lögðu þó aldrei árar í bát og áttu ágætis sóknir eftir tvöföldu skiptinguna. Markið hjá D'Ambrosio gerði svo endanlega út um leikinn og möguleika Stjörnunnar. Garðbæingar hafa aðeins stoltið til að spila upp á í seinni leiknum á San Siro, en reynslan sem fæst úr þessum tveimur leikjum kemur til með að nýtast félaginu í framtíðinni. Stjarnan hefur staðið sig betur í Evrópudeildinni en nokkur þorði að vona. Nú er bara að klára síðasta verkefnið með sæmd.vísir/gettyHörður: Ekki erfiðara en gegn Poznan „Þetta var mjög góð reynsla, en mjög svekkjandi tap. Þetta voru leiðinleg mörk sem við fengum á okkur og við hefðum átt að koma í veg fyrir þau,“ sagði Hörður Árnason, vinstri bakvörður Stjörnunnar eftir 3-0 tapið gegn Inter á Laugardalsvelli í kvöld. Hann sagði að fyrstu tvö mörk Inter hefðu komið á slæmum tímum, undir lok fyrri hálfleiks og í byrjun þess seinni. „Þau komu á versta tíma. Við héldum að við værum að sigla inn í hálfleikinn með jafna stöðu, en þá fengum við á okkur mark. „Við héldum sama skipulagi þrátt fyrir að hafa fengið á okkur mark undir lok fyrri hálfleiks. Jafnvel þótt staðan hafi verið 0-0, hefðum við alltaf þurft að skora á San Siro. „Planið var alltaf að vera þolinmóðir, þéttir til baka og sækja hratt á þá,“ sagði Hörður, en hvernig upplifun var að spila þennan leik? „Þetta var ekki erfiðari leikur en leikirnir gegn Lech Poznan. Þetta var voða svipað. Bæði lið sækja og spila hratt í kringum vörn mótherjanna og reyna svo að gefa fyrir og skora þannig. „Við vorum eiginlega bara óheppnir í kvöld. Mörkin sem við fengum á okkur voru ódýr og maður er svekktur eftir leikinn,“ sagði Hörður að lokum.vísir/gettyRúnar Páll: Aldrei upplifað annað eins Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, hrósaði leikmönnum sínum og stuðningsmönnum í hástert eftir 0-3 tap Garðarbæjarliðsins gegn Inter frá Mílanó í Evrópudeildinni. „Mér fannst þessi frammistaða góð. Leikmenn gerðu það sem lagt var upp með," sagði Rúnar Páll við Vísi í leikslok. „Þeir sköpuðu sér ekki mikið af færum í fyrri hálfleik, þó þeir hefðu verið í sókn mest allan tímann. Við vissum fyrir leikinn að það myndi verða raunin. Við náðum að loka þessum svæðum þær sem þeir eru hættulegastir. Markið sem við fengum á okkur í fyrri hálfleik var klaufalegt og samskiptaleysi af okkar hálfu." „Staðan var ágæt í hálfleik, en markið sem við fengum á okkur í upphafi síðari hálfleiks var einnig klaufalegt. Það var einn maður inn í teig hjá þeim á móti fjórum til fimm varnarmönnum okkar." „Við þurftum að setja mark á þá í síðari hálfleik og fórum aðeins framar, en heilt yfir var þetta frábær frammistaða hjá strákunum." „Ég hef aldrei upplifað annað eins á Laugardalsvelli. Ég hef komið hér á landsleiki síðan ég var ungur drengur, en aldrei upplifað svona stemningu. Það er frábær fyrir drengina að upplifa þetta og þetta fer í reynslubankann." „Inter er mjög gott lið. Við vissum það alveg og við vissum að við máttum ekki opna okkur mikið varnarlega, með því að fara framarlega með bakverðina og annað." „Við förum út og reynum að gera okkar besta. Það verður gífurlega erfitt að vinna upp þriggja marka forystu á útivelli og við ætlum að fara út og hafa gaman. Við erum að fara spila á frábærum velli og þetta verður ævintýri." „Við þurfum að skoða þennan leik og sjáum hvort við getum eitthvað breytt útaf vananum og farið framar, en þá held ég að við endum í eitthverju stórtapi. Þeir eru það flinkir og ég held það verði mjög svipað upplegg. Kannski reynum við að fara aðeins framar með kantmennina, en höfum bara gaman að því. Það er allt hægt!," sagði Rúnar Páll að lokum.vísir/gettyMazzarri: Einvígið er ekki búið „Það var mjög ánægjulegt að ná þremur mörkum og halda hreinu hér í kvöld. Fyrsta markið gerði okkur töluvert léttara fyrir,“ sagði Walter Mazzarri, þjálfari Inter, ánægður eftir 3-0 sigur á Stjörnuni í kvöld. „Leikurinn mun erfiðari en tölurnar gefa til kynna, Stjarnan lék vel í leiknum og að ná marki rétt fyrir lok fyrri hálfleiks var töluverður léttir fyrir okkur.“ Mazzarri sagði að þeir hefðu grandskoðað lið Stjörnunnar fyrir leikinn og voru með sérstakt lið til þess. „Við vorum búnir að grandskoða Stjörnuna en það kom mér á óvart hversu mikið Stjarnan sótti í stöðunni 2-0. Þeir náðu nokkrum sinnum að ógna markinu okkar í seinni hálfleik,“ Inter bætti við marki í upphafi seinni hálfleiks sem gerði verkefni Stjörnunnar enn erfiðara. „Ég var mjög ánægður að fá markið í upphafi hálfleiksins. Ég talaði við strákana í klefanum í leikhlé um að koma inn í seinni hálfleikinn af fullum krafti líkt og staðan væri 0-0 sem þeir gerðu og náðu marki í upphafi.“ Mazzarri vildi ekki meina að einvígið búið þótt að staðan væri góð. Hann var afar hrifinn af Ólafi Karli, Pablo og Atla í leiknum. „Það er aldrei neitt öruggt í fótboltanum, einvígið er ekki búið og við viljum fara af fullri alvöru inn í seinni leikinn þótt staðan sé góð. Ég vona bara að stuðningsmenn Inter fjölmenni á leikinn þar sem þetta verður fyrsti alvöru heimaleikur liðsins á þessu tímabili.“Ingvar: Höfum aldrei mætt svona liði áður Ingvar Jónsson, markvörður Stjörnunnar, var að vonum svekktur eftir 3-0 tapið gegn Inter í kvöld. „Þeir sköpuðu sér ekki mikið af opnum færum í fyrri hálfleik og það var hrikalega svekkjandi að fá á sig mark undir lok hálfleiksins. „Við gerðum klaufaleg mistök og þeir refsa fyrir allt slíkt. Þeir eru hrikalega öflugir og við höfum aldrei mætt svona liði áður. „Það hefði verið mjög gott að fara með 0-0 stöðu inn í hálfleik - þá hefði komið upp smá stress hjá þeim. „Við ætluðum að halda hreinu í seinni hálfleik en við fengum strax á okkur mark sem sló okkur út af laginu,“ sagði Ingvar sem var nokkuð sáttur með kafla í seinni hálfleiknum. „Við vissum að þeir væru ekki í besta leikforminu og að við myndum fá okkar tækifæri. En þetta gekk ekki í dag.“ Ingvar var ánægður með þann gríðarlega stuðning sem Stjarnan fékk í kvöld. „Það var algjör snilld að upplifa þetta. Það var frábær stemmning og ótrúlegt að heyra stuðninginn frá sitthvorri áttinni. Þetta var magnað og eitthvað sem maður gleymir ekki í bráð,“ sagði Ingvar að endingu.Kovacic: Við eigum helling inni „Ég er virkilega ánægður enda ekki annað hægt. Við náðum að skora þrjú mörk og tökum sigurinn með okkur heim,“ sagði Mateo Kovacic, króatíski miðjumaður Inter eftir leikinn. „Við erum virkilega ánægðir með sigurinn en ég er viss um að við munum spila betur á heimavelli í seinni leik liðanna á miðvikudaginn og ná öðrum sigri.“ Kovacic var hrifinn af Stjörnuliðinu í kvöld. „Þeir eru með gott lið sem getur leikið á marga vegu og eru afar duglegir, þetta er flott blanda en sem betur fer náðum við þremur mörkum.“ Tvö fyrstu mörk Inter komu á versta tíma fyrir Stjörnumenn, eitt undir lok fyrri hálfleiksins og eitt í upphafi seinni hálfleiksins. „Það var mikilvægt að ná þessu mörkum. Við höfum sýnt það að við getum skorað mörk í öllum leikjum en við þurfum að spila betur heilt yfir,“ sagði Kovacic sem sagði að þeir hefðu undirbúið sig vel fyrir leikinn. „Við skoðuðum þá nokkuð vel en við vorum alltaf að einblína á að við myndum bara leika okkar leik. Í dag náðum við því og flestir leikmennirnir léku vel en ég veit að við eigum helling inni,“ sagði Kovacic að lokum.Atli: Full stórt tap miðað við gang leiksins„Þetta var full stórt miðað við gang leiksins, við héldum vel í þá í fyrri hálfleik þangað til þeir komast yfir með heppnismarki,“ sagði Atli Jóhannsson, leikmaður Stjörnunnar, eftir leikinn í kvöld. „Það mark drap andann hjá okkur og svo fáum við annað mark beint í andlitið á okkur í seinni hálfleik. Þeir áttu skilið að vinna en þetta var full stórt.“ Annað mark Inter kom eftir einbeitingarleysi í vörn Stjörnunnar. „Það var smá einbeitingarleysi hjá okkur og það má ekki gegn jafn sterku liði og Inter, þessi lið refsa manni.“ Lokatölur leiksins endurspegluðu ekki gang leiksins að mati Walter Mazzarri, þjálfar Inter, og var Atli á sömu nótunum. „Það var ekki fyrr en við færðum okkur framan í stöðunni 2-0 að varnarleikurinn opnaðist hjá okkur og þeir fengu fleiri færi. Það var kannski bara sanngjarnt að þeir næðu marki þarna í lokin, það var óþarfi en kannski sanngjarnt.“ Það var flott stemming á vellinum í kvöld og skemmti Atli sér konunglega fyrir framan troðfullan Laugardalsvöll. „Þetta var algjörlega frábært og ég tek hatt minn ofan fyrir öllu fólkinu sem mætti. Það var frábært að heyra stúkurnar kalla sín á milli og við erum ekki vanir því að hafa svona marga að styðja okkur. Þetta hlýtur að vera Íslandsmet, það er bara í brekkunni sem fleiri syngja saman,“ sagði Atli léttur.Daníel Laxdal:Hrósa áhorfendum og Silfurskeiðinni „Þetta var svekkjandi að þetta fór 3-0. Þetta er fáranlega gott lið, en mér fannst við ná að halda þeim í skefjum. Svekkjandi að fá á sig svona klaufaleg mörk," sagði Daníel Laxdal, miðvörður Stjörnunnar í leikslok, en Daníel átti afar góðan leik. „Þeir voru helling með boltann, en mér fannst við gera góða hluti. Það var svekkjandi að fá á sig mark í lok fyrri hálfleiks og svo strax í upphafi síðari hálfleiks. Með smá heppni fannst mér við geta skorað, en svo fengum við það þriðja í andlitið." „Þetta var ekki erfiðari en ég bjóst við. Þetta eru atvinnumenn í knattspyrnu og flestir landsliðsmenn og maður bjóst við að þeir væru sterkir." „Planið okkar var að liggja aftarlega og beita skyndisóknum, en ég vil hrósa áhorfendur og Silfurskeiðinni sérstaklega. Það var frábær stemning og frábært að spila í flóðljósunum," sagði Daníel sem sagði að þetta hafi ekki toppað stemninguna í Póllandi þar sem Stjarnan spilaði á dögunum. „Það verður erfitt að toppa það, en á íslenskan mælikvarða var þetta alveg magnað," sagði Daníel við fjölmiðla í leikslok.Veigar Páll: Var með gæsahúð lengi „Mér fannst við standa okkur ágætlega. Við vissum að við þyrftum að liggja heilmikið í vörn," sagði Veigar Páll Gunarsson, fyrirliði Stjörnunnar, í leikslok. „Mér fannst við gera það mjög vel í fyrri hálfleik. Það var smá heppni í þessu marki þeirra í lok fyrri hálfleiks. Síðan ákváðum við frá með 60. - 65. mínútu, en við vissum að það væri áhættusamt og fáum þriðja markið á okkur undir lokin." „Annað markið er smá rothögg. Það er erfitt að lenda 1-0 undir gegn svona liði, en við erum að spila á móti Inter Milan. Við erum bara Stjarnan, en stóran hlutan af leiknum stóðum við okkur mjög vel." „Að spila fyrir framan Laugardalsvöll er magnað. Þetta var algjörlega magnað. Ég þakka þvílíkt fyrir stuðninginn. Maður var með gæsahúð lengi í leiknum." „Það er bara frábært að vera á leiðinni á San Siro. Við þurfum bara sætta okkur við það að við séum dottnir út, en við ætlum bara hafa gaman að þessu. Þetta er búið að vera ævintýri og það verður gaman að enda þetta á San Siro." „Ég er búinn að frétta það að það er fullt af fólki að fara með okkur út að styðja okkur og það er bara magnað," sagði Veigar Páll í leikslok.Inter 0-1, Mauro Iscardi Inter 0-2, Dodo Inter 0-3, Danilo DAmbrosio
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Mazzarri hefur áhyggjur af leikforminu Stjarnan og Inter mætast á morgun í fjórðu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. 19. ágúst 2014 18:30 Mazzarri: Höfum öllu að tapa Stjarnan og Inter mætast í kvöld í fyrri leik liðanna í fjórðu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. 20. ágúst 2014 14:15 "Í kvöld eru allir í Silfurskeiðinni“ Vísir birtir texta Silfurskeiðarinnar svo allir geti sungið með á Laugardalsvelli í kvöld. Silfurskeiðin efnir til skrúðgöngu í kvöld og verður flugeldasýning á leiðinni. 20. ágúst 2014 11:07 Leikmenn Inter mættir til landsins | Myndir Leikmenn Internatzionale frá Ítalíu lentu á Íslandi rétt eftir hádegi í dag og voru mættir upp á hótel rétt fyrir klukkan tvö. 19. ágúst 2014 14:22 Lars á íslensku: "Áfram Stjarnan“ Óli Stef, Gary Martin, Gísli Marteinn, Helgi Björns og margir fleiri segja:"Áfram Stjarnan“ 20. ágúst 2014 11:24 Rúnar Páll: Kemur í ljós hvernig leikurinn þróast Stjarnan mætir Inter í stærsta leik í sögu Garðabæjarliðsins í kvöld. 20. ágúst 2014 06:30 Þrefaldir Evrópumeistarar æfðu á Laugardalsvelli | Myndir Stjarnan og Inter mætast í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. 20. ágúst 2014 08:00 Veigar Páll: Stærsti leikurinn á ferlinum Veigar Páll Gunnarsson telur að leikurinn gegn Internatzionale í undankeppni Evrópudeildarinnar í kvöld sé stærsti leikur hans á ferlinum. Veigar Páll telur að Stjarnan eigi möguleika hérna heima gegn ítalska stórveldinu. 20. ágúst 2014 12:30 Mest lesið Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ Enski boltinn „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Körfubolti „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til KA fær lykilmann úr Eyjum Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Sjá meira
Mazzarri hefur áhyggjur af leikforminu Stjarnan og Inter mætast á morgun í fjórðu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. 19. ágúst 2014 18:30
Mazzarri: Höfum öllu að tapa Stjarnan og Inter mætast í kvöld í fyrri leik liðanna í fjórðu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. 20. ágúst 2014 14:15
"Í kvöld eru allir í Silfurskeiðinni“ Vísir birtir texta Silfurskeiðarinnar svo allir geti sungið með á Laugardalsvelli í kvöld. Silfurskeiðin efnir til skrúðgöngu í kvöld og verður flugeldasýning á leiðinni. 20. ágúst 2014 11:07
Leikmenn Inter mættir til landsins | Myndir Leikmenn Internatzionale frá Ítalíu lentu á Íslandi rétt eftir hádegi í dag og voru mættir upp á hótel rétt fyrir klukkan tvö. 19. ágúst 2014 14:22
Lars á íslensku: "Áfram Stjarnan“ Óli Stef, Gary Martin, Gísli Marteinn, Helgi Björns og margir fleiri segja:"Áfram Stjarnan“ 20. ágúst 2014 11:24
Rúnar Páll: Kemur í ljós hvernig leikurinn þróast Stjarnan mætir Inter í stærsta leik í sögu Garðabæjarliðsins í kvöld. 20. ágúst 2014 06:30
Þrefaldir Evrópumeistarar æfðu á Laugardalsvelli | Myndir Stjarnan og Inter mætast í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. 20. ágúst 2014 08:00
Veigar Páll: Stærsti leikurinn á ferlinum Veigar Páll Gunnarsson telur að leikurinn gegn Internatzionale í undankeppni Evrópudeildarinnar í kvöld sé stærsti leikur hans á ferlinum. Veigar Páll telur að Stjarnan eigi möguleika hérna heima gegn ítalska stórveldinu. 20. ágúst 2014 12:30
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti