Harkaleg viðbrögð gagnvart Icelandair Jón Hákon Halldórsson skrifar 20. ágúst 2014 11:24 Velta með bréf í Icelandair Group nam um 1.150 milljónum króna á fyrstu tveimur dögum vikunnar. Vísir/Pjetur Gengi bréfa í Icelandair hefur fallið verulega frá mánudagsmorgni. Það var 18,25 á hlut á mánudagsmorgunn en um 17,7 í gær. Greinendur á markaði eru sammála um að fréttir af mögulegu gosi í Bárðarbungu hafi þar áhrif.Click here to see an English version. „Fyrir mér eru þetta of sterk viðbrögð. Mér finnst eins og menn séu að horfa of mikið á að það yrði hugsanlega talverður kostnaður til skemmri tíma við að það félli niður flug og fleira við gos og e.t.v. í framhaldi af því. En lengri tíma áhrif gætu verið mjög jákvæð fyrir Icelandair og ferðamannagreinina. Það er eins og þeir sem eru að selja horfi fram hjá því að gosið í Eyjafjallajökli virtist stórauka ferðamannastrauminn til Íslands þegar lengra leið frá,“ segir Jóhann Viðar Ívarsson, hlutabréfagreinandi hjá IFS greiningu. Jóhann segist telja að það hafi fyrst og fremst verið minni fjárfestar sem hafi selt bréf frá því á mánudagsmorgun. Veltan væri líklega meiri ef fagfjárfestar hefðu verið að selja að einhverju marki og það væri þekkt að minni fjárfestar hafi meiri tilhneigingu til að bregðast hart við einstökum fréttum með kaupum eða sölu en fagfjárfestar. Sveinn Þórarinsson hjá Hagfræðideild Landsbankans segir að þessi mikla lækkun komi nokkuð á óvart. Hann segir ekkert hægt að áætla um áhrif goss á rekstur Icelandair, en menn horfi til sögunnar, síðasta goss og fleira. „Það er í raun engan veginn hægt að meta einhver áhrif. Menn vita ekki hvort af eldgosi verður, hvenær, hversu mikið, hvert askan fer, hvernig veðráttan verður. En allavega virðast menn verðleggja Icelandair eins og það verði eldgos,“ segir hann. Stefán Broddi Guðjónsson hjá Greiningadeild Arion banka bendir á að jafnvel þótt langtímaáhrif af gosinu í Eyjafjallajökli og Grímsvötnum hafi verið jákvæð hafi menn eðlilega varann á. Strax eftir gosið í Eyjafjallajökli hafi Icelandair sent frá sér tilkynningu um að beinn kostnaður vegna gossins hefði numið 1,5 milljörðum. Stefán Broddi segir það athyglisvert að umræðan um mögulegt stórt eldgos á Íslandi virðist ekki hafa haft nein áhrif á verð hluta í evrópskum flugfélögum, þrátt fyrir töluverða umfjöllun í erlendum miðlum. „Þar eru menn uppteknari af olíuverði og alþjóðastjórnmálum og virðast ekki reikna með öðrum Eyjafjallajökli,“ segir Stefán Broddi. Mest lesið Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Gengi bréfa í Icelandair hefur fallið verulega frá mánudagsmorgni. Það var 18,25 á hlut á mánudagsmorgunn en um 17,7 í gær. Greinendur á markaði eru sammála um að fréttir af mögulegu gosi í Bárðarbungu hafi þar áhrif.Click here to see an English version. „Fyrir mér eru þetta of sterk viðbrögð. Mér finnst eins og menn séu að horfa of mikið á að það yrði hugsanlega talverður kostnaður til skemmri tíma við að það félli niður flug og fleira við gos og e.t.v. í framhaldi af því. En lengri tíma áhrif gætu verið mjög jákvæð fyrir Icelandair og ferðamannagreinina. Það er eins og þeir sem eru að selja horfi fram hjá því að gosið í Eyjafjallajökli virtist stórauka ferðamannastrauminn til Íslands þegar lengra leið frá,“ segir Jóhann Viðar Ívarsson, hlutabréfagreinandi hjá IFS greiningu. Jóhann segist telja að það hafi fyrst og fremst verið minni fjárfestar sem hafi selt bréf frá því á mánudagsmorgun. Veltan væri líklega meiri ef fagfjárfestar hefðu verið að selja að einhverju marki og það væri þekkt að minni fjárfestar hafi meiri tilhneigingu til að bregðast hart við einstökum fréttum með kaupum eða sölu en fagfjárfestar. Sveinn Þórarinsson hjá Hagfræðideild Landsbankans segir að þessi mikla lækkun komi nokkuð á óvart. Hann segir ekkert hægt að áætla um áhrif goss á rekstur Icelandair, en menn horfi til sögunnar, síðasta goss og fleira. „Það er í raun engan veginn hægt að meta einhver áhrif. Menn vita ekki hvort af eldgosi verður, hvenær, hversu mikið, hvert askan fer, hvernig veðráttan verður. En allavega virðast menn verðleggja Icelandair eins og það verði eldgos,“ segir hann. Stefán Broddi Guðjónsson hjá Greiningadeild Arion banka bendir á að jafnvel þótt langtímaáhrif af gosinu í Eyjafjallajökli og Grímsvötnum hafi verið jákvæð hafi menn eðlilega varann á. Strax eftir gosið í Eyjafjallajökli hafi Icelandair sent frá sér tilkynningu um að beinn kostnaður vegna gossins hefði numið 1,5 milljörðum. Stefán Broddi segir það athyglisvert að umræðan um mögulegt stórt eldgos á Íslandi virðist ekki hafa haft nein áhrif á verð hluta í evrópskum flugfélögum, þrátt fyrir töluverða umfjöllun í erlendum miðlum. „Þar eru menn uppteknari af olíuverði og alþjóðastjórnmálum og virðast ekki reikna með öðrum Eyjafjallajökli,“ segir Stefán Broddi.
Mest lesið Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira