Ástæða neitunnarinnar var einföld að hennar sögn; hann var með of lítið typpi.
Í kjölfarið fór Patrick á stúfana til að kanna þetta typpastærðar mál því honum fannst hann ekkert vera með neitt sérstaklega lítið typpi. Hann gerði um þetta heimildarmyndina, Unhung hero.
Í þessari viku höfum við fjallað um typpastærðir hér á Heilsuvísi og nú bætum við enn einni heimildarmyndinni við og vonandi verða nú loksins allir sammála um að typpastærð segir þér bara eiginlega ekki neitt um viðkomandi, hvorki kynferðislega getu né karlmennsku.
Hér má svo nálgast myndina í heild sinni.