Eins og alþjóð veit unnu strákarnir okkar frækinn 3-0 sigur á Tyrkjum í undankeppni EM 2016 í kvöld. Sigurinn var einkar sannfærandi en Tyrkir hafa verið í flokki stórþjóða í fótboltanum undanfarin rúman áratug. Tyrkir unnu meðal annars til bronsverðlauna á HM 2002 í Japan og Suður-Kóreu.
Knattspyrnunnendur halda ekki vatni yfir frammistöðu Ísland í kvöld og Joey Barton, sem helst er þekktur fyrir harðar tæklingar og kjaftbrúk, er einn þeirra.
Hann bætir við að riðill Íslands sé sá sterkasti í undankeppninni en Ísland geti verið sú þjóð sem komi á óvart.
Watched Iceland beat Turkey tonight. 3-0. Incredible performance for a nation of less than 350k. Great future.
— Joseph Barton (@Joey7Barton) September 9, 2014
They have the toughest group with Netherlands, Czech Rep and Turkey but they could be dark horses. Nobody will fancy them at their place.
— Joseph Barton (@Joey7Barton) September 9, 2014