Töfrandi fyrirbæri umhverfis eldstöðina Kristján Már Unnarsson skrifar 9. september 2014 21:00 Töfrandi fyrirbæri sem kallast nornahár sést nú fjúka frá eldsstöðvunum á Dyngjusandi. Þetta sást einnig koma upp úr Skaftáreldum árið 1783.Click here for an English version. Við sáum þetta fjúka um alla sanda í kringum gosstöðvar, en skildum ekkert í þessu. Þetta virtust vera einhverskonar hárvöndlar og líktist einna helst steinull. Við héldum fyrst að þetta væri eitthvað gróðurkyns, gras eða þess háttar, en það gat varla passað því þarna er vart stingandi strá að sjá. Og ekki gat þetta verið ull af sauðfé því þarna eru engar kindur. Svo vill til að 230 ára gömul frásögn af svona fyrirbæri hefur varðveist úr Skaftáreldum, hún er sú elsta sem vitað er um í heiminum, og hún rifjaðist upp þegar vísindamennirnir sáu þetta veltast um á Dyngjusandi. Þetta er hvorki úr jurtaríkinu né dýraríkinu. Þetta er úr steinaríkinu og er afurð eldgossins, kallast Nornahár á íslensku en er kennt við eldguðinn Pele í eldfjallafræðum og kallað hár Peles, og myndast við sérstakar aðstæður í eldgosum. „Þetta er eins og hárlokkur ef þú heldur á þessu, en þetta er grjót. Þetta er gler sem hefur storknað þegar kvikan var að koma upp úr gosopinu. Í raun og veru er gasstreymi svo mikið að það teygir kvikuna í þessi örþunnu hár. Síðan falla þau til jarðar og byrja síðan blása eftir yfirborðinu og fara í þessa vöndla sem að ferðast með mismunandi hraða um sandana,“ segir Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur. Bárðarbunga Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Töfrandi fyrirbæri sem kallast nornahár sést nú fjúka frá eldsstöðvunum á Dyngjusandi. Þetta sást einnig koma upp úr Skaftáreldum árið 1783.Click here for an English version. Við sáum þetta fjúka um alla sanda í kringum gosstöðvar, en skildum ekkert í þessu. Þetta virtust vera einhverskonar hárvöndlar og líktist einna helst steinull. Við héldum fyrst að þetta væri eitthvað gróðurkyns, gras eða þess háttar, en það gat varla passað því þarna er vart stingandi strá að sjá. Og ekki gat þetta verið ull af sauðfé því þarna eru engar kindur. Svo vill til að 230 ára gömul frásögn af svona fyrirbæri hefur varðveist úr Skaftáreldum, hún er sú elsta sem vitað er um í heiminum, og hún rifjaðist upp þegar vísindamennirnir sáu þetta veltast um á Dyngjusandi. Þetta er hvorki úr jurtaríkinu né dýraríkinu. Þetta er úr steinaríkinu og er afurð eldgossins, kallast Nornahár á íslensku en er kennt við eldguðinn Pele í eldfjallafræðum og kallað hár Peles, og myndast við sérstakar aðstæður í eldgosum. „Þetta er eins og hárlokkur ef þú heldur á þessu, en þetta er grjót. Þetta er gler sem hefur storknað þegar kvikan var að koma upp úr gosopinu. Í raun og veru er gasstreymi svo mikið að það teygir kvikuna í þessi örþunnu hár. Síðan falla þau til jarðar og byrja síðan blása eftir yfirborðinu og fara í þessa vöndla sem að ferðast með mismunandi hraða um sandana,“ segir Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur.
Bárðarbunga Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira