Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands, tilkynnti rétt í þessu byrjunarlið Íslands í leik liðsins gegn Tyrklandi sem hefst klukkan 18:45 á Laugardalsvelli.
Það sem kemur helst á óvart er að Jón Daði Böðvarsson, leikmaður Viking, er í byrjunarliði íslenska liðsins með Kolbeini Sigþórssyni í framlínunni.
Þá er Theodór Elmar Bjarnason, leikmaður Randers, í hægri bakvarðastöðunni en Birkir Már Sævarsson sem var í bakvarðastöðunni í síðustu undankeppni hefur lítið leikið undanfarna mánuði.
Byrjunarlið Íslands (4-4-2)
Markvörður - Hannes Þór Halldórsson
Hægribakvörður - Theodór Elmar Bjarnason
Miðverðir - Ragnar Sigurðsson og Kári Árnason
Vinstri bakvörður - Ari Freyr Skúlason
Hægri kantmaður - Birkir Bjarnason
Miðjumenn - Gylfi Þór Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði liðsins
Vinstri kantmaður - Emil Hallfreðsson
Sóknarmenn - Jón Daði Böðvarsson og Kolbeinn Sigþórsson
Byrjunarlið Tyrklands
Markvörður: Onur Kıvrak.
Vörn: Ömer Toprak, Mehmet Topal, Ersan Gülüm.
Miðja: Gökhan Gönül, Selçuk İnan, Emre Belözoğlu, Caner Erkin.
Sókn: Olcan Adın, Burak Yılmaz, Arda Turan.
Byrjunarliðin í Laugardalnum | Jón Daði byrjar

Tengdar fréttir

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Tyrkir teknir í kennslustund
Strákarnir okkar fóru á kostum er þeiri skelltu Tyrkjum 3-0 í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2016 á Laugardalsvelli.