Litli Jaguar XE tilbúinn Finnur Thorlacius skrifar 9. september 2014 15:05 Jaguar XE er sannarlega laglegur bíll. Jaguar kynnti nýjasta og smæsta bíl sinn, Jaguar XE í London í gær. Þar er á ferð bíll sem keppa á við BMW 3-línuna, Audi 4, Mercedes Benz C-Class og Lexus IS og verður boðinn á svipuðu verði. Jaguar hefur ekki boðið bíl í þessum stærðarflokki síðan fyrirtækið hætti framleiðslu E-Type bílsins sem gerði ekki mikið fyrir ímynd Jaguar. Þessi bíll á að hafa það fram yfir samkeppnisbílana að vera mjög léttur, enda byggður að mestu úr áli og Jaguar segir einnig að léttbyggð fjöðrun, lúxusinnrétting, frábærir aksturseiginleikar og lítil loftmótsstaða setji hann á hærri stall en hinir. Jaguar ætlar með tilkomu þessa bíls að draga að yngri kaupendur en hingað til hafa keypt Jaguar bíla. Þó Jaguar hafi ekki gefið upp vélbúnað bílsins þykir ljóst að undir húddi hans muni finnast 3,0 lítra V6 vél með keflablásara sem skilar 340 hestöflum og enn öflugri eins vél sem skilar 380 hestöflum. Átta gíra sjálfskipting verður tengd við þessa vél. Með 340 hestafla vélinni er bíllinn 4,9 sekúndur í hundraðið og hámarkshraðinn takmarkaður við 250 km/klst. Í fyrstu verður Jaguar XE aðeins afturhjóladrifinn en uppsetning bílsins kemur ekki í veg fyrir að hann verði boðinn fjórhjóladrifinn seinna. Jaguar XE verður kominn á markað seint á næsta ári og þá af árgerð 2016. Jaguar hefur ekki látið uppi verð bílsins en víst er að það á vera samkeppnishæft við þá bíla sem hann keppir við.Einngi laglegur að innan. Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent
Jaguar kynnti nýjasta og smæsta bíl sinn, Jaguar XE í London í gær. Þar er á ferð bíll sem keppa á við BMW 3-línuna, Audi 4, Mercedes Benz C-Class og Lexus IS og verður boðinn á svipuðu verði. Jaguar hefur ekki boðið bíl í þessum stærðarflokki síðan fyrirtækið hætti framleiðslu E-Type bílsins sem gerði ekki mikið fyrir ímynd Jaguar. Þessi bíll á að hafa það fram yfir samkeppnisbílana að vera mjög léttur, enda byggður að mestu úr áli og Jaguar segir einnig að léttbyggð fjöðrun, lúxusinnrétting, frábærir aksturseiginleikar og lítil loftmótsstaða setji hann á hærri stall en hinir. Jaguar ætlar með tilkomu þessa bíls að draga að yngri kaupendur en hingað til hafa keypt Jaguar bíla. Þó Jaguar hafi ekki gefið upp vélbúnað bílsins þykir ljóst að undir húddi hans muni finnast 3,0 lítra V6 vél með keflablásara sem skilar 340 hestöflum og enn öflugri eins vél sem skilar 380 hestöflum. Átta gíra sjálfskipting verður tengd við þessa vél. Með 340 hestafla vélinni er bíllinn 4,9 sekúndur í hundraðið og hámarkshraðinn takmarkaður við 250 km/klst. Í fyrstu verður Jaguar XE aðeins afturhjóladrifinn en uppsetning bílsins kemur ekki í veg fyrir að hann verði boðinn fjórhjóladrifinn seinna. Jaguar XE verður kominn á markað seint á næsta ári og þá af árgerð 2016. Jaguar hefur ekki látið uppi verð bílsins en víst er að það á vera samkeppnishæft við þá bíla sem hann keppir við.Einngi laglegur að innan.
Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent