Tékkar komu skemmtilega á óvart í kvöld er þeir skelltu Hollendingum en liðin eru í riðli Íslands í undankeppni EM.
Vaclav Pilar tryggði Tékkum með marki í uppbótartíma. Úrslitin þýða að Ísland er á toppi riðilsins.
Andorra kom skemmtilega á óvart í upphafi leiksins gegn Wales. Liðið komst þá yfir á 6. mínútu en þetta er í fyrsta skipti í sögu EM sem Andorra nær forystu í leik. Þetta var líka fyrsta mark liðsins í heil fjögur ár. Það reyndist þó vera skammgóður vermir.
Bale jafnaði metin fyrir Wales og tryggði þeim svo sigur með glæsilegu marki beint úr aukaspyrnu.
Úrslit:
Ísland - Tyrkland 3-0
1-0 Jón Daði Böðvarsson (18.), 2-0 Gylfi Þór Sigurðsson (75.), 3-0 Kolbeinn Sigþórsson (77.)
Kasakstan - Lettland 0-0
Aserbaijan - Búlgaría 1-2
Tékkland - Holland 2-1
1-0 Borek Dockal (21.), 1-1 Stefan de Vrij (55.), 2-1 Vaclav Pilar (90.+1)
Andorra - Wales 1-2
1-0 Ildefons Lima, víti (6.), 1-1 Gareth Bale (22.), 1-2 Gareth Bale (81.)
Bosnía - Kýpur 1-2
Króatía - Malta 2-0
Noregur - Ítalíu 0-2
0-1 Simone Zaza (16.), 0-2 Leonardo Bonucci (62.)
Tékkar skelltu Hollendingum | Úrslit kvöldsins

Tengdar fréttir

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Tyrkir teknir í kennslustund
Strákarnir okkar fóru á kostum er þeiri skelltu Tyrkjum 3-0 í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2016 á Laugardalsvelli.