Lítill áhugi á tengimöguleikum í bílum Finnur Thorlacius skrifar 9. september 2014 10:09 Lítill áhugi er á þeirri nýjustu tækni sem nú býðst í bílum, að minnsta kosti í Bandaríkjunum. Bílaframleiðendur leggja mikla áherslu á að bílar þeirra séu búnir allra nýjustu tengimöguleikum og tækni hvað varðar afspilun tónlistar og nettengingar við umheiminn. Þess vegna er eðlilegt að áætla að kaupendur leggðu mikið uppúr slíku við kaup á nýjum bílum og hefðu mikinn áhuga á þessari tækni. Ný könnun sem gerð var meðal kaupenda nýrra bíla í Bandaríkjunum bendir hinsvegar til þess að svo sé alls ekki. Aðspurð um mikilvægi nettengingu bíla og búnað í þeim sem stjórna má með raddskipunum höfðu 15% aðspurðra aldrei heyrt af þannig búnaði. Ein 44% aðspurðra hafði heyrt að slíkum búnaði en hafði ekki notast við hann og 41% hafði heyrt af þannig búnaði eða hafði reynslu af notkun hans. Samkvæmt þessu hafa kaupendur því gert litla kröfu til bílaframleiðenda að þeir búi nýja bíla sína með þessari tækni og það stendur ekki til að nota hann ef hann er til staðar. Því ættu bílaframleiðendur að hugsa sig um af hverju þeir hækka verð bíla sinna með dýrum búnaði sem enginn hefur beðið um og fáir ætla að nota. Það kom ennfremur fram í könnuninn að fólk er hrætt við að nota nettengingu í bílum af ótta við að þá sé hægt að fylgjast með því. Sívaxandi fréttir af möguleikum hakkara til að komast inn í tölvubúnað bíla gegnum nettengingu þeirra hræðir fólk og gerir það andhverft við notkun hans og tilvist. Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann Innlent Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag Innlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent
Bílaframleiðendur leggja mikla áherslu á að bílar þeirra séu búnir allra nýjustu tengimöguleikum og tækni hvað varðar afspilun tónlistar og nettengingar við umheiminn. Þess vegna er eðlilegt að áætla að kaupendur leggðu mikið uppúr slíku við kaup á nýjum bílum og hefðu mikinn áhuga á þessari tækni. Ný könnun sem gerð var meðal kaupenda nýrra bíla í Bandaríkjunum bendir hinsvegar til þess að svo sé alls ekki. Aðspurð um mikilvægi nettengingu bíla og búnað í þeim sem stjórna má með raddskipunum höfðu 15% aðspurðra aldrei heyrt af þannig búnaði. Ein 44% aðspurðra hafði heyrt að slíkum búnaði en hafði ekki notast við hann og 41% hafði heyrt af þannig búnaði eða hafði reynslu af notkun hans. Samkvæmt þessu hafa kaupendur því gert litla kröfu til bílaframleiðenda að þeir búi nýja bíla sína með þessari tækni og það stendur ekki til að nota hann ef hann er til staðar. Því ættu bílaframleiðendur að hugsa sig um af hverju þeir hækka verð bíla sinna með dýrum búnaði sem enginn hefur beðið um og fáir ætla að nota. Það kom ennfremur fram í könnuninn að fólk er hrætt við að nota nettengingu í bílum af ótta við að þá sé hægt að fylgjast með því. Sívaxandi fréttir af möguleikum hakkara til að komast inn í tölvubúnað bíla gegnum nettengingu þeirra hræðir fólk og gerir það andhverft við notkun hans og tilvist.
Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann Innlent Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag Innlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent