Jökulsá á Fjöllum hopar undan logandi hrauninu Kristján Már Unnarsson skrifar 8. september 2014 21:12 Eldgosið norðan Dyngjujökuls færðist í aukana í dag. Hraunrennsli er nú komið út í aðalfarveg Jökulsár á Fjöllum og þrýstir fljótinu austar á Dyngjusand. Spurningar vakna um hvort hraunelfan geti ógnað Dettifossi og Jökulsárgljúfrum. Nú á níunda degi eldsumbrotana er ekki að sjá að neitt sé að draga úr ákafanum. Gosbólstrarnir eru jafnvel hærri en á fyrstu dögum og endurdróma drunurnar um allt. Kraftur gossins í dag var mestur í einum gíg sunnan við miðbik aðalsprungunnar og þar áætluðu vísindamenn að kvikustrókarnir væru að þeytast allt að eitthundrað metra til himins. Mikil eldtjörn virtist vera opin í kringum þennan aðalgíg en jafnframt var veruleg virkni í gígum nyrst og syðst, litla sprungan sem opnaðist á föstudag virtist hins vegar alveg hafa kulnað. Aðal sprungan bauð hins vegar upp á glæsilegt sjónarspil í dag. „Það hefur ekkert dregið úr gosinu. Það er mjög jöfn framleiðslan í augnablikinu og sem er kannski ábending um það að þetta er ekkert búið ennþá. Þetta mun halda áfram í einhvern tíma,“ segir Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur. Þau þáttaskil hafa nú orðið að hraunið er farið að renna út í meginkvíslar Jökulsár á Fjöllum, þar takast nú á, með Kverkfjöll í baksýn, ískalt jökulfljótið og þúsund stiga heit hraunkvikan. Gufusprengingar sjást þarna og hvirfilstrókar stíga til himins og þá velta vísindamenn því fyrir sér hvort þarna geti orðið til gervigígar. En svo mikið er víst, aðalfarvegur Jökulsár á Fjöllum er þegar farinn að hopa undan logandi hrauninu. Þorvaldur segir að hrauntungan hafi í gær lengst um 100 metra á klukkustund, eða um tvo og hálfan kílómetra á sólarhring. „Áin færir sig austar og ef þetta heldur áfram sem horfir þá verður bara Jökulsá með nýjan farveg aðeins austar á sandinum.“ Bárðarbunga Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Eldgosið norðan Dyngjujökuls færðist í aukana í dag. Hraunrennsli er nú komið út í aðalfarveg Jökulsár á Fjöllum og þrýstir fljótinu austar á Dyngjusand. Spurningar vakna um hvort hraunelfan geti ógnað Dettifossi og Jökulsárgljúfrum. Nú á níunda degi eldsumbrotana er ekki að sjá að neitt sé að draga úr ákafanum. Gosbólstrarnir eru jafnvel hærri en á fyrstu dögum og endurdróma drunurnar um allt. Kraftur gossins í dag var mestur í einum gíg sunnan við miðbik aðalsprungunnar og þar áætluðu vísindamenn að kvikustrókarnir væru að þeytast allt að eitthundrað metra til himins. Mikil eldtjörn virtist vera opin í kringum þennan aðalgíg en jafnframt var veruleg virkni í gígum nyrst og syðst, litla sprungan sem opnaðist á föstudag virtist hins vegar alveg hafa kulnað. Aðal sprungan bauð hins vegar upp á glæsilegt sjónarspil í dag. „Það hefur ekkert dregið úr gosinu. Það er mjög jöfn framleiðslan í augnablikinu og sem er kannski ábending um það að þetta er ekkert búið ennþá. Þetta mun halda áfram í einhvern tíma,“ segir Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur. Þau þáttaskil hafa nú orðið að hraunið er farið að renna út í meginkvíslar Jökulsár á Fjöllum, þar takast nú á, með Kverkfjöll í baksýn, ískalt jökulfljótið og þúsund stiga heit hraunkvikan. Gufusprengingar sjást þarna og hvirfilstrókar stíga til himins og þá velta vísindamenn því fyrir sér hvort þarna geti orðið til gervigígar. En svo mikið er víst, aðalfarvegur Jökulsár á Fjöllum er þegar farinn að hopa undan logandi hrauninu. Þorvaldur segir að hrauntungan hafi í gær lengst um 100 metra á klukkustund, eða um tvo og hálfan kílómetra á sólarhring. „Áin færir sig austar og ef þetta heldur áfram sem horfir þá verður bara Jökulsá með nýjan farveg aðeins austar á sandinum.“
Bárðarbunga Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira