Massa og Bottas áfram hjá Williams Finnur Thorlacius skrifar 8. september 2014 15:38 Filpe Massa og Valtteri Bottas, ökumenn Williams liðsins verða áfram ökumenn þess á næsta keppnistímabili. Autoblog Formúlu 1 lið Williams hefur framlengt samninga við ökumennina Felipe Massa og Valtteri Bottas og munu þeir aka fyrir liðið að minnsta kosti næsta keppnistímabil. Síðustu ár hafa ekki verið gjöful fyrir Williams liðið en á þessu keppnistímabili hefur rofað til hjá Williams og liðið er nú í þriðja sæti og ökumenn þess hafa 5 sinnum komist á verðlaunapall. Ágætu gengi nú hefur helst verið þakkað Mercedes vél sem í bílum Williams er nú, en það á einnig við bíla McLaren og Force India, en þeim liðum hefur samt gengið miður en Williams. Það bendir eindregið til þess að ökumenn Williams liðsins séu nokkuð frambærilegir og á vetur setjandi. Bottas og Massa eru í fjórða og níunda sæti meðal ökumanna í Formúlu 1 á þessu keppnistímabili. Williams liðið er eitt það sigursælasta í sögu Formúlu 1 kappaksturins og aðeins Ferrari og McLaren hafa unnið fleiri titla gegnum tíðina. Mörg lið hafa nú þegar tryggt sér þá ökumenn sem aka munu fyrir þau á næsta tímabili, en engu að síður eru 10 sæti enn óskipuð hjá þátttökuliðunum. Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent
Formúlu 1 lið Williams hefur framlengt samninga við ökumennina Felipe Massa og Valtteri Bottas og munu þeir aka fyrir liðið að minnsta kosti næsta keppnistímabil. Síðustu ár hafa ekki verið gjöful fyrir Williams liðið en á þessu keppnistímabili hefur rofað til hjá Williams og liðið er nú í þriðja sæti og ökumenn þess hafa 5 sinnum komist á verðlaunapall. Ágætu gengi nú hefur helst verið þakkað Mercedes vél sem í bílum Williams er nú, en það á einnig við bíla McLaren og Force India, en þeim liðum hefur samt gengið miður en Williams. Það bendir eindregið til þess að ökumenn Williams liðsins séu nokkuð frambærilegir og á vetur setjandi. Bottas og Massa eru í fjórða og níunda sæti meðal ökumanna í Formúlu 1 á þessu keppnistímabili. Williams liðið er eitt það sigursælasta í sögu Formúlu 1 kappaksturins og aðeins Ferrari og McLaren hafa unnið fleiri titla gegnum tíðina. Mörg lið hafa nú þegar tryggt sér þá ökumenn sem aka munu fyrir þau á næsta tímabili, en engu að síður eru 10 sæti enn óskipuð hjá þátttökuliðunum.
Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent