Massa og Bottas áfram hjá Williams Finnur Thorlacius skrifar 8. september 2014 15:38 Filpe Massa og Valtteri Bottas, ökumenn Williams liðsins verða áfram ökumenn þess á næsta keppnistímabili. Autoblog Formúlu 1 lið Williams hefur framlengt samninga við ökumennina Felipe Massa og Valtteri Bottas og munu þeir aka fyrir liðið að minnsta kosti næsta keppnistímabil. Síðustu ár hafa ekki verið gjöful fyrir Williams liðið en á þessu keppnistímabili hefur rofað til hjá Williams og liðið er nú í þriðja sæti og ökumenn þess hafa 5 sinnum komist á verðlaunapall. Ágætu gengi nú hefur helst verið þakkað Mercedes vél sem í bílum Williams er nú, en það á einnig við bíla McLaren og Force India, en þeim liðum hefur samt gengið miður en Williams. Það bendir eindregið til þess að ökumenn Williams liðsins séu nokkuð frambærilegir og á vetur setjandi. Bottas og Massa eru í fjórða og níunda sæti meðal ökumanna í Formúlu 1 á þessu keppnistímabili. Williams liðið er eitt það sigursælasta í sögu Formúlu 1 kappaksturins og aðeins Ferrari og McLaren hafa unnið fleiri titla gegnum tíðina. Mörg lið hafa nú þegar tryggt sér þá ökumenn sem aka munu fyrir þau á næsta tímabili, en engu að síður eru 10 sæti enn óskipuð hjá þátttökuliðunum. Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent
Formúlu 1 lið Williams hefur framlengt samninga við ökumennina Felipe Massa og Valtteri Bottas og munu þeir aka fyrir liðið að minnsta kosti næsta keppnistímabil. Síðustu ár hafa ekki verið gjöful fyrir Williams liðið en á þessu keppnistímabili hefur rofað til hjá Williams og liðið er nú í þriðja sæti og ökumenn þess hafa 5 sinnum komist á verðlaunapall. Ágætu gengi nú hefur helst verið þakkað Mercedes vél sem í bílum Williams er nú, en það á einnig við bíla McLaren og Force India, en þeim liðum hefur samt gengið miður en Williams. Það bendir eindregið til þess að ökumenn Williams liðsins séu nokkuð frambærilegir og á vetur setjandi. Bottas og Massa eru í fjórða og níunda sæti meðal ökumanna í Formúlu 1 á þessu keppnistímabili. Williams liðið er eitt það sigursælasta í sögu Formúlu 1 kappaksturins og aðeins Ferrari og McLaren hafa unnið fleiri titla gegnum tíðina. Mörg lið hafa nú þegar tryggt sér þá ökumenn sem aka munu fyrir þau á næsta tímabili, en engu að síður eru 10 sæti enn óskipuð hjá þátttökuliðunum.
Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent