Hjólareinar stytta ferðatíma í bandarískum borgum Finnur Thorlacius skrifar 8. september 2014 11:18 Góð reynsla er af sérstökum hjólareinum í bandarískum borgum. Ólíkt því sem margir héldu hefur ferðatími fólks í þeim bandarísku borgum sem tekið hafa upp sérstakar reinar fyrir hjólafólk styst en ekki lengst. Í New York hefur 50 kílómetrum af sérstökum reinum fyrir hjólafólk verið bætt í umferðakerfi borgarinnar og svo til allsstaðar hefur það orðið til þess að fólk kemst hraðar á milli staða og á það bæði við umferð fólks á bílum og hjólum. Í flestum tilfellum hefur þessum sérstöku hjólareinum verið breytt frá akreinum og með því þrengt að þeim sem kjósa að komast á milli staða á bíl, en fjölgun hjólafólks hefur minnkað svo umferð akandi fólks að það kemst eftir breytinguna hraðar á milli staða. Dæmi eru um að ferðatíminn hafi styst um 35% og víðast hvar er um styttingu ferðatíma að ræða þó svo dæmi séu einnig um að ferðatíminn hafi staðið í stað. Hvergi hefur hann þó aukist. Slysum hjólreiðafólks hefur á sama tíma fækkað þrátt fyrir að hjólaumferð hafi aukist um 160% og er því þakkað að hjólafólk er nú mun sýnilegra en áður. Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent
Ólíkt því sem margir héldu hefur ferðatími fólks í þeim bandarísku borgum sem tekið hafa upp sérstakar reinar fyrir hjólafólk styst en ekki lengst. Í New York hefur 50 kílómetrum af sérstökum reinum fyrir hjólafólk verið bætt í umferðakerfi borgarinnar og svo til allsstaðar hefur það orðið til þess að fólk kemst hraðar á milli staða og á það bæði við umferð fólks á bílum og hjólum. Í flestum tilfellum hefur þessum sérstöku hjólareinum verið breytt frá akreinum og með því þrengt að þeim sem kjósa að komast á milli staða á bíl, en fjölgun hjólafólks hefur minnkað svo umferð akandi fólks að það kemst eftir breytinguna hraðar á milli staða. Dæmi eru um að ferðatíminn hafi styst um 35% og víðast hvar er um styttingu ferðatíma að ræða þó svo dæmi séu einnig um að ferðatíminn hafi staðið í stað. Hvergi hefur hann þó aukist. Slysum hjólreiðafólks hefur á sama tíma fækkað þrátt fyrir að hjólaumferð hafi aukist um 160% og er því þakkað að hjólafólk er nú mun sýnilegra en áður.
Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent