Einar Vilhjálmsson, Ólympíufari og Íslandsmethafi í spjótkasti, var kjörinn formaður Frjálsíþróttasambands Íslands, á þingi þess sem nú stendur yfir í Brekkuskóla á Akureyri.
Fram kemur í fréttatilkynningu frá sambandinu að Einar hafi hlotið 35 atkvæði á móti 26 atkvæðum Benónýs Jónssonar, fráfarandi varaformanns FRÍ.
Aðrir í stjórn eru Jónas Egilsson, fyrrverandi formaður sem heldur áfram starfi sínu sem framkvæmdastjóri FRÍ, Stefán Skafti Steinólfsson, Lóa Björk Hallsdóttir og Jón Steingrímsson.
Varamenn í stjórn eru Fríða Rún Þórðardóttir, AðalbjörgHafsteinsdóttir, IngvarHlynsson, LovísaHreinsdóttir, BjörgÁgústsdóttir.
Einar keppti á þrennum Ólympíuleikum og stendur 22 ára gamalt Íslandsmet hans í spjótkasti upp á 86,80 metra enn þann dag í dag.
Einar Vilhjálmsson nýr formaður Frjálsíþróttasambandsins
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið


„Nálguðumst leikinn vitlaust“
Fótbolti


Læti fyrir leik í Póllandi
Fótbolti



United niðurlægt í Malasíu
Enski boltinn

„Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“
Íslenski boltinn

