Lars: Tyrkir eru næstbestir í riðlinum Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. september 2014 13:03 Lars Lagerbäck. vísir/daníel Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara karla í fótbolta, hefur aðra tilraun sína ásamt Heimi Hallgrímssyni að koma Íslandi á stórmót á þriðjudagskvöldið þegar strákarnir okkar hefja leik í undankeppni EM 2016. Mótherjinn er Tyrkland sem spilaði vináttuleik gegn Dönum í vikunni. Þar komu Tyrkirnir aðeins á óvart. „Þjálfari Tyrkja breytti skipulaginu sem var það eina sem kom á óvart. Við höldum að hann hafi notað leikmenn sem byrja ekki á þriðjudaginn,“ sagði Lagerbäck á blaðamannafundi í dag. „Við munum fara í gegnum allt sem þeir hafa gert og eftir æfingu munum við fara vel með strákunum yfir leik Tyrkja. Það er samt mikilvægast hvernig við spilum.“ Tyrkir byggja leik sinn ekki upp á mikilli liðsheild, að sögn Svíans, heldur treysta þeir á gæði einstaklinga í liðinu. En þau eru mikil. „Þeir eru með sterka einstaklinga sem eru góðir með boltann. Sóknir þeirra eru byggðar upp á einstaklingsframtökum. Þeir vilja sækja og keyra bakverðina upp völlinn,“ sagði Lagerbäck. „Í vörninni verjast þeir meira maður á mann en með svæðisvörn. Aðalatriðið fyrir okkur er að vinna einvígin maður gegn manni úti á vellinum. Ef það tekst þá eigum við möguleika á að vinna leikinn.“ Auk Tyrkja er Ísland í riðli með Lettum, Kasakstan, Hollandi og Tyrklandi. Holland náði bronsi á HM í Brasilíu og þykir langsigurstranglegast í riðlinum. En hvaða lið er næstbest? „Við, Tyrkir og Tékkar erum frekar jafnir. En ég myndi segja að Tyrkir eru með næstbesta liðið í riðlinum. Þeir eru búnir að skipta um þjálfara sem ég hef mætt áður. Hann er reynslumikill sem hjálpar þeim. Það verður gaman samt að sjá hvernig Holland bregst við nýjum þjálfara og kemur til leiks eftir að komast svona langt á stórmóti,“ sagði Lars Lagerbäck. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Kolbeinn og Aron Einar klárir í slaginn gegn Tyrkjum Framherjinn og fyrirliðinn glímt við meiðsli en verða með á móti Tyrklandi á þriðjudaginn. 5. september 2014 12:35 Aron Einar: Við ætlum okkur á stórmót Ísland hefur leik í undankeppni EM 2016 gegn Tyrklandi á þriðjudagskvöldið. 5. september 2014 12:54 Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Sjá meira
Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara karla í fótbolta, hefur aðra tilraun sína ásamt Heimi Hallgrímssyni að koma Íslandi á stórmót á þriðjudagskvöldið þegar strákarnir okkar hefja leik í undankeppni EM 2016. Mótherjinn er Tyrkland sem spilaði vináttuleik gegn Dönum í vikunni. Þar komu Tyrkirnir aðeins á óvart. „Þjálfari Tyrkja breytti skipulaginu sem var það eina sem kom á óvart. Við höldum að hann hafi notað leikmenn sem byrja ekki á þriðjudaginn,“ sagði Lagerbäck á blaðamannafundi í dag. „Við munum fara í gegnum allt sem þeir hafa gert og eftir æfingu munum við fara vel með strákunum yfir leik Tyrkja. Það er samt mikilvægast hvernig við spilum.“ Tyrkir byggja leik sinn ekki upp á mikilli liðsheild, að sögn Svíans, heldur treysta þeir á gæði einstaklinga í liðinu. En þau eru mikil. „Þeir eru með sterka einstaklinga sem eru góðir með boltann. Sóknir þeirra eru byggðar upp á einstaklingsframtökum. Þeir vilja sækja og keyra bakverðina upp völlinn,“ sagði Lagerbäck. „Í vörninni verjast þeir meira maður á mann en með svæðisvörn. Aðalatriðið fyrir okkur er að vinna einvígin maður gegn manni úti á vellinum. Ef það tekst þá eigum við möguleika á að vinna leikinn.“ Auk Tyrkja er Ísland í riðli með Lettum, Kasakstan, Hollandi og Tyrklandi. Holland náði bronsi á HM í Brasilíu og þykir langsigurstranglegast í riðlinum. En hvaða lið er næstbest? „Við, Tyrkir og Tékkar erum frekar jafnir. En ég myndi segja að Tyrkir eru með næstbesta liðið í riðlinum. Þeir eru búnir að skipta um þjálfara sem ég hef mætt áður. Hann er reynslumikill sem hjálpar þeim. Það verður gaman samt að sjá hvernig Holland bregst við nýjum þjálfara og kemur til leiks eftir að komast svona langt á stórmóti,“ sagði Lars Lagerbäck.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Kolbeinn og Aron Einar klárir í slaginn gegn Tyrkjum Framherjinn og fyrirliðinn glímt við meiðsli en verða með á móti Tyrklandi á þriðjudaginn. 5. september 2014 12:35 Aron Einar: Við ætlum okkur á stórmót Ísland hefur leik í undankeppni EM 2016 gegn Tyrklandi á þriðjudagskvöldið. 5. september 2014 12:54 Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Sjá meira
Kolbeinn og Aron Einar klárir í slaginn gegn Tyrkjum Framherjinn og fyrirliðinn glímt við meiðsli en verða með á móti Tyrklandi á þriðjudaginn. 5. september 2014 12:35
Aron Einar: Við ætlum okkur á stórmót Ísland hefur leik í undankeppni EM 2016 gegn Tyrklandi á þriðjudagskvöldið. 5. september 2014 12:54
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast