„Ég féll niður og þóttist vera dáinn“ 5. september 2014 13:00 Ali Hussein Kadhim sameinaðist fjölskyldu sinni þremur vikum eftir að hann komst á ótrúlegan hátt undan liðsmönnum ISIS Ali Hussein Kadhim, íraskur hermaður og sjíta-múslimi, lifði af á ótrúlegan hátt þegar liðsmenn Íslamska ríkisins, ISIS, drápu hátt í 1700 hermenn í júní sl. í Tikrit í Írak. ISIS eru öfgasamtök súníta-múslima sem hafa á undanförnum mánuðum hertekið stór landsvæði í Írak og Sýrlandi. Meirihluta íbúa Sýrlands eru súnítar en í Írak sjítar. Mikil átök hafa verið í Írak þar sem stjórnarherinn hefur mætt ISIS af mikilli hörku. „Ég var númer fjögur í röðinni í mínum hóp,“ segir Kadhim í viðtali við New York Times. „Þeir skutu þann fremsta og blóðið slettist yfir okkur. Svo skutu þeir næstu tvo, númer tvö og þrjú, og svo var komið að mér. Ég fann skotið fara framhjá mér en ég veit ekkert hvert það fór. Ég féll niður og þóttist einfaldlega hafa verið skotinn.“Synti yfir Tigris-fljót ISIS-liðar áttuðu sig ekki á að þeir hefðu ekki hæft Kadhim. Hann lá á jörðinni í um fjórar klukkustundir, umkringdur líkum, og hélt svo af stað þegar allt var orðið dimmt og hljótt. Hann fór í átt að Tigris-fljóti en yfir það þurfti hann að komast þar sem ISIS-menn ráða lögum og lofum á vesturbakka árinnar þar sem Kadhim var. Kadhim komst ekki yfir Tigris strax. Hann beið á árbakkanum í þrjá daga þar sem fljótið var straumhart og rann í áttina að varðstöð sem ISIS hefur komið upp á ánni. „Þessir þrír dagar voru líkastir helvíti,“ segir Kadhim. Hann át skordýr og plöntur auk þess sem hann hlúði særðum manni sem var í felum á bökkum árinnar, nær dauða en lífi.Meðlimir ISIS hafa hertekið stór svæði í Írak og SýrlandiVísir/GettyFékk hjálp frá súnítum Kadhim komst með herkjum yfir Tigris-fljót en á austurbakkanum voru byggðir súníta-múslima. „Þarna bjuggu heiðarlegir súnítar,“ segir Kadhim. Hann fékk húsaskjól og mat og var í felum í þrjá daga áður en ISIS frétti að hann væri á svæðinu. Þá fór fjölskyldan sem hann dvaldi hjá með hann á brott og með hjálp ókunnugra komst hann loks til fjölskyldu sinnar, þremur vikum eftir blóðbaðið í Tikrit. „Tveggja ára dóttir mín þekkti mig ekki og hljóp í burtu þegar ég birtist. Þá brotnaði ég niður,“ segir Kadhim. Saga Kadhims er einstök þar sem hann er sá eini sem vitað er um að komst lífs af frá Tikrit. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Óljóst endatafl í Írak Barack Obama Bandaríkjaforseti skipti um skoðun fyrir helgina og fyrirskipaði bandaríska flughernum að gera loftárásir á sveitir öfgasamtakanna Íslamsks ríkis, sem áður kallaði sig ISIS og hefur lagt undir sig stóran hluta Íraks. 11. ágúst 2014 08:35 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Ali Hussein Kadhim, íraskur hermaður og sjíta-múslimi, lifði af á ótrúlegan hátt þegar liðsmenn Íslamska ríkisins, ISIS, drápu hátt í 1700 hermenn í júní sl. í Tikrit í Írak. ISIS eru öfgasamtök súníta-múslima sem hafa á undanförnum mánuðum hertekið stór landsvæði í Írak og Sýrlandi. Meirihluta íbúa Sýrlands eru súnítar en í Írak sjítar. Mikil átök hafa verið í Írak þar sem stjórnarherinn hefur mætt ISIS af mikilli hörku. „Ég var númer fjögur í röðinni í mínum hóp,“ segir Kadhim í viðtali við New York Times. „Þeir skutu þann fremsta og blóðið slettist yfir okkur. Svo skutu þeir næstu tvo, númer tvö og þrjú, og svo var komið að mér. Ég fann skotið fara framhjá mér en ég veit ekkert hvert það fór. Ég féll niður og þóttist einfaldlega hafa verið skotinn.“Synti yfir Tigris-fljót ISIS-liðar áttuðu sig ekki á að þeir hefðu ekki hæft Kadhim. Hann lá á jörðinni í um fjórar klukkustundir, umkringdur líkum, og hélt svo af stað þegar allt var orðið dimmt og hljótt. Hann fór í átt að Tigris-fljóti en yfir það þurfti hann að komast þar sem ISIS-menn ráða lögum og lofum á vesturbakka árinnar þar sem Kadhim var. Kadhim komst ekki yfir Tigris strax. Hann beið á árbakkanum í þrjá daga þar sem fljótið var straumhart og rann í áttina að varðstöð sem ISIS hefur komið upp á ánni. „Þessir þrír dagar voru líkastir helvíti,“ segir Kadhim. Hann át skordýr og plöntur auk þess sem hann hlúði særðum manni sem var í felum á bökkum árinnar, nær dauða en lífi.Meðlimir ISIS hafa hertekið stór svæði í Írak og SýrlandiVísir/GettyFékk hjálp frá súnítum Kadhim komst með herkjum yfir Tigris-fljót en á austurbakkanum voru byggðir súníta-múslima. „Þarna bjuggu heiðarlegir súnítar,“ segir Kadhim. Hann fékk húsaskjól og mat og var í felum í þrjá daga áður en ISIS frétti að hann væri á svæðinu. Þá fór fjölskyldan sem hann dvaldi hjá með hann á brott og með hjálp ókunnugra komst hann loks til fjölskyldu sinnar, þremur vikum eftir blóðbaðið í Tikrit. „Tveggja ára dóttir mín þekkti mig ekki og hljóp í burtu þegar ég birtist. Þá brotnaði ég niður,“ segir Kadhim. Saga Kadhims er einstök þar sem hann er sá eini sem vitað er um að komst lífs af frá Tikrit.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Óljóst endatafl í Írak Barack Obama Bandaríkjaforseti skipti um skoðun fyrir helgina og fyrirskipaði bandaríska flughernum að gera loftárásir á sveitir öfgasamtakanna Íslamsks ríkis, sem áður kallaði sig ISIS og hefur lagt undir sig stóran hluta Íraks. 11. ágúst 2014 08:35 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Óljóst endatafl í Írak Barack Obama Bandaríkjaforseti skipti um skoðun fyrir helgina og fyrirskipaði bandaríska flughernum að gera loftárásir á sveitir öfgasamtakanna Íslamsks ríkis, sem áður kallaði sig ISIS og hefur lagt undir sig stóran hluta Íraks. 11. ágúst 2014 08:35