Spáir margra ára hræringum 4. september 2014 10:18 „Þetta á eftir að vara í einhver ár, þessi umbrot, ekki þetta ákveðna eldgos hér. Því lýkur og svo kemur annað og þetta á klárlega eftir að fara inn í jökul,“ saagði Ármann Höskuldsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. „Þó við stöndum hér og horfum á þetta glæsilega sjónarspil, þá höfum við ekki langan tíma ef hann hleypur þessa síðustu þrjá kílómetra í jökulinn.“ Spurður um stöðu eldgossins síðasta sólarhringinn segir Ármann að það hafi dalað aðeins. Hann sagði hraun hafa hlaupið til úr einum gíg og að líklega væri stíflun í rásinni. Áætlað er að langlengsta hrauntungan úr gosinu sé komin sjö kílómetra frá gossprungunni, til aust-norð-austurs, og skríður hraunið í átt að meginupptakakvíslum Jökulsár á Fjöllum. Gossprungan er á mikilli sléttu milli Vatnajökuls og Öskju, eldurinn er í forgrunni en í bakgrunni eru Kverkfjöllin, með sína tignarlegu kverk, sem og Dyngjujökull, einn af stærri skriðjöklum Vatnajökuls. Hraunið rennur út á svokallaðar Flæður, þar sem álar undan Dyngjujökli kvíslast um, og er það þegar farið að stífla þessi fyrst drög Jökulsár á Fjöllum. Þar þarf að fara sérstaklega varlega um því margar gufusprengingar hafa orðið við þessar aðstæður þar sem vatnið leitar undir þúsund stiga heitt hraunið. Við eldsumbrotin stóðu fjölmiðlamenn og vísindamenn nánast dolfallnir að verða vitni að þessu sjónarspili, að sjá gígana þeyta kvikunni hátt til himins af feiknarlegu afli, að hlusta á drunurnar, og sjá eldárnar flæða ákaft frá eldtjörninni, eins og stórfljót. Bárðarbunga Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
„Þetta á eftir að vara í einhver ár, þessi umbrot, ekki þetta ákveðna eldgos hér. Því lýkur og svo kemur annað og þetta á klárlega eftir að fara inn í jökul,“ saagði Ármann Höskuldsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. „Þó við stöndum hér og horfum á þetta glæsilega sjónarspil, þá höfum við ekki langan tíma ef hann hleypur þessa síðustu þrjá kílómetra í jökulinn.“ Spurður um stöðu eldgossins síðasta sólarhringinn segir Ármann að það hafi dalað aðeins. Hann sagði hraun hafa hlaupið til úr einum gíg og að líklega væri stíflun í rásinni. Áætlað er að langlengsta hrauntungan úr gosinu sé komin sjö kílómetra frá gossprungunni, til aust-norð-austurs, og skríður hraunið í átt að meginupptakakvíslum Jökulsár á Fjöllum. Gossprungan er á mikilli sléttu milli Vatnajökuls og Öskju, eldurinn er í forgrunni en í bakgrunni eru Kverkfjöllin, með sína tignarlegu kverk, sem og Dyngjujökull, einn af stærri skriðjöklum Vatnajökuls. Hraunið rennur út á svokallaðar Flæður, þar sem álar undan Dyngjujökli kvíslast um, og er það þegar farið að stífla þessi fyrst drög Jökulsár á Fjöllum. Þar þarf að fara sérstaklega varlega um því margar gufusprengingar hafa orðið við þessar aðstæður þar sem vatnið leitar undir þúsund stiga heitt hraunið. Við eldsumbrotin stóðu fjölmiðlamenn og vísindamenn nánast dolfallnir að verða vitni að þessu sjónarspili, að sjá gígana þeyta kvikunni hátt til himins af feiknarlegu afli, að hlusta á drunurnar, og sjá eldárnar flæða ákaft frá eldtjörninni, eins og stórfljót.
Bárðarbunga Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira