Gunnar: Menn geta rifið kjaft eins og þeir vilja Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. september 2014 11:30 Gunnar Nelson í Stokkhólmi. vísir/getty Gunnar Nelson berst í aðalbardaga kvöldsins á UFC Fight Night í Stokkhólmi 4. október, en hann er við æfingar í Dyflinni á Írlandi þessa dagana í æfingasal þjálfara síns, JohnKavanagh.Myndband af viðtalinu má sjá neðst í fréttinni. Hann veitti bardagasíðunni Severe MMA viðtal í búrinu í SBG-æfingasalnum og var fyrst spurður út í hvort hann hefði virkilega sýnt smá tilfinningar eftir sigurinn á ZakCummings í Dyflinni í júlí, en Gunnar er ekki þekktur fyrir að vera mjög æstur maður. „Já, það gæti vel verið, ég veit það ekki alveg samt. Eina sem ég veit, er að fólkið í salnum var alveg magnað. Þetta var eitthvað sem ég hef ekki fundið fyrir áður. Kannski missti ég mig aðeins,“ segir Gunnar. Gunnar hefur verið öflugur á Twitter undanfarna mánuði og notað þann samfélagsmiðil mun meira. Hann viðurkennir að faðir hans, Haraldur Nelson, kemur að Twitter-síðunni, en sjálfur er hann byrjaður á öðrum samfélagsmiðli. „Pabbi hjálpar mér á Twitter, en ég var að byrja á Instagram og sé um það sjálfur. Ég hef meira gaman að Instagram. Það eru bara myndir og smá texti,“ segir hann, en Gunnar ætlaði að taka sér smá frí áður en boðið um bardagann í Stokkhólmi barst. „Ég ætlaði að taka mér frí en þá bauðst mér þetta tækifæri og ég stökk á það. Ég, kærastan og fjölskyldan vorum sammála um að ég myndi berjast núna og fá svo smá frí fram á næsta ár.“vísir/gettyÞað er ekki óalgengt fyrir bardaga í UFC að menn keppist við að hrauna yfir hvorn annan í viðtölum, en Gunnar hefur aldrei stundað það. Hann var spurður hvort ekki mætti búast við að menn færu að senda honum tóninn til að reyna að koma honum meira úr jafnvægi. „Það gæti vel verið. Það hefur alveg verið í gangi í fortíðinni. Það hefur samt engin áhrif á mig. Menn geta sagt það sem þeir vilja, en þegar allt kemur til alls er þetta bara kjaftæði. Menn verða alltaf að stíga inn í búrið og gera það sem þeir þurfa að gera,“ segir Gunnar sem er farin að láta sig dreyma um UFC-bardagakvöld á Íslandi. „Ef UFC kemur til Íslands verð ég stór hluti af því. Það er engin spurning. Eins og staðan er þá eigum við enga staði til að berjast á í UFC, en ég ætla að fara að skoða þetta betur.“ „Eins og ég sé þetta þá er Ísland staður þar sem Bandaríkin getur mætt Evrópu. Þetta er mitt á milli. Þetta er styttra flug fyrir báða aðila,“ segir Gunnar Nelson. MMA Tengdar fréttir Gunnar Nelson: Samband mitt við Conor McGregor bara líkamlegt Bardagakappinn sat fyrir svörum á blaðamannafundi í Stokkhólmi þar sem hann verður aðalstjarnan í byrjun október. 21. ágúst 2014 23:30 Rick Story: Vissi að Gunnar yrði stjarna frá því ég sá hann fyrst Gunnar Nelson og mótherji hans í viðtali í vinsælum MMA-hlaðvarpsþætti í Bandaríkjunum. 28. ágúst 2014 14:45 Gunnar Nelson tók ísfötuáskorun Gylfa Sigurðssonar Knattspyrnumaðurinn Gylfi Sigurðsson hjá Swansea í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta skoraði á UFC bardagamanninn Gunnar Nelson að láta hella yfir sig fullri fötu af ísvatni og styrkja um leið rannsóknir á MND. 24. ágúst 2014 09:00 Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Fury segist vera hættur ... aftur Sport Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Fury segist vera hættur ... aftur Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Þórir búinn að opna pakkann Littler hunsaði Beckham óvart Las sjálfshjálparbók í miðjum leik „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs Domino's gerði grín að Havertz Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Stuðningsmenn slógust á bílastæðinu eftir stórsigur Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og FA-bikarinn heldur áfram Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Sjá meira
Gunnar Nelson berst í aðalbardaga kvöldsins á UFC Fight Night í Stokkhólmi 4. október, en hann er við æfingar í Dyflinni á Írlandi þessa dagana í æfingasal þjálfara síns, JohnKavanagh.Myndband af viðtalinu má sjá neðst í fréttinni. Hann veitti bardagasíðunni Severe MMA viðtal í búrinu í SBG-æfingasalnum og var fyrst spurður út í hvort hann hefði virkilega sýnt smá tilfinningar eftir sigurinn á ZakCummings í Dyflinni í júlí, en Gunnar er ekki þekktur fyrir að vera mjög æstur maður. „Já, það gæti vel verið, ég veit það ekki alveg samt. Eina sem ég veit, er að fólkið í salnum var alveg magnað. Þetta var eitthvað sem ég hef ekki fundið fyrir áður. Kannski missti ég mig aðeins,“ segir Gunnar. Gunnar hefur verið öflugur á Twitter undanfarna mánuði og notað þann samfélagsmiðil mun meira. Hann viðurkennir að faðir hans, Haraldur Nelson, kemur að Twitter-síðunni, en sjálfur er hann byrjaður á öðrum samfélagsmiðli. „Pabbi hjálpar mér á Twitter, en ég var að byrja á Instagram og sé um það sjálfur. Ég hef meira gaman að Instagram. Það eru bara myndir og smá texti,“ segir hann, en Gunnar ætlaði að taka sér smá frí áður en boðið um bardagann í Stokkhólmi barst. „Ég ætlaði að taka mér frí en þá bauðst mér þetta tækifæri og ég stökk á það. Ég, kærastan og fjölskyldan vorum sammála um að ég myndi berjast núna og fá svo smá frí fram á næsta ár.“vísir/gettyÞað er ekki óalgengt fyrir bardaga í UFC að menn keppist við að hrauna yfir hvorn annan í viðtölum, en Gunnar hefur aldrei stundað það. Hann var spurður hvort ekki mætti búast við að menn færu að senda honum tóninn til að reyna að koma honum meira úr jafnvægi. „Það gæti vel verið. Það hefur alveg verið í gangi í fortíðinni. Það hefur samt engin áhrif á mig. Menn geta sagt það sem þeir vilja, en þegar allt kemur til alls er þetta bara kjaftæði. Menn verða alltaf að stíga inn í búrið og gera það sem þeir þurfa að gera,“ segir Gunnar sem er farin að láta sig dreyma um UFC-bardagakvöld á Íslandi. „Ef UFC kemur til Íslands verð ég stór hluti af því. Það er engin spurning. Eins og staðan er þá eigum við enga staði til að berjast á í UFC, en ég ætla að fara að skoða þetta betur.“ „Eins og ég sé þetta þá er Ísland staður þar sem Bandaríkin getur mætt Evrópu. Þetta er mitt á milli. Þetta er styttra flug fyrir báða aðila,“ segir Gunnar Nelson.
MMA Tengdar fréttir Gunnar Nelson: Samband mitt við Conor McGregor bara líkamlegt Bardagakappinn sat fyrir svörum á blaðamannafundi í Stokkhólmi þar sem hann verður aðalstjarnan í byrjun október. 21. ágúst 2014 23:30 Rick Story: Vissi að Gunnar yrði stjarna frá því ég sá hann fyrst Gunnar Nelson og mótherji hans í viðtali í vinsælum MMA-hlaðvarpsþætti í Bandaríkjunum. 28. ágúst 2014 14:45 Gunnar Nelson tók ísfötuáskorun Gylfa Sigurðssonar Knattspyrnumaðurinn Gylfi Sigurðsson hjá Swansea í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta skoraði á UFC bardagamanninn Gunnar Nelson að láta hella yfir sig fullri fötu af ísvatni og styrkja um leið rannsóknir á MND. 24. ágúst 2014 09:00 Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Fury segist vera hættur ... aftur Sport Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Fury segist vera hættur ... aftur Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Þórir búinn að opna pakkann Littler hunsaði Beckham óvart Las sjálfshjálparbók í miðjum leik „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs Domino's gerði grín að Havertz Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Stuðningsmenn slógust á bílastæðinu eftir stórsigur Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og FA-bikarinn heldur áfram Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Sjá meira
Gunnar Nelson: Samband mitt við Conor McGregor bara líkamlegt Bardagakappinn sat fyrir svörum á blaðamannafundi í Stokkhólmi þar sem hann verður aðalstjarnan í byrjun október. 21. ágúst 2014 23:30
Rick Story: Vissi að Gunnar yrði stjarna frá því ég sá hann fyrst Gunnar Nelson og mótherji hans í viðtali í vinsælum MMA-hlaðvarpsþætti í Bandaríkjunum. 28. ágúst 2014 14:45
Gunnar Nelson tók ísfötuáskorun Gylfa Sigurðssonar Knattspyrnumaðurinn Gylfi Sigurðsson hjá Swansea í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta skoraði á UFC bardagamanninn Gunnar Nelson að láta hella yfir sig fullri fötu af ísvatni og styrkja um leið rannsóknir á MND. 24. ágúst 2014 09:00