Selur Audi fleiri bíla en BMW í ár? Finnur Thorlacius skrifar 4. september 2014 15:15 Audi TT árgerð 2015. Svo litlu munar á þýsku bílaframleiðendunum Audi og BMW í sölu þar sem af er ári að svo gæti farið að Audi velti BMW af stallinum stærsti lúxusbílaframleiðandinn áður en árið er liðið. BMW hefur selt 1,02 milljónir bíla á fyrstu 7 mánuðum ársins en Audi 1.01 milljónir bíla. Það munar því aðeins um 10.000 bílum. Mercedes Benz er svo nokkru á eftir hinum tveimur þýsku framleiðendunum með 0,91 milljón bíla selda. Forstjóri Audi segir að fyrirtækið ætli að selja 1,7 milljón bíla í ár og hefur fyrirtækið aldrei selt svo marga bíla á ári. Tilkoma nýs Audi TT á næstunni mun ennfremur hressa upp á góða sölu Audi og væntir hann mikils af þeim bíl. Vel hefur gengið í sölu Audi bíla á flestum mörkuðum, nema í Rússlandi, en þar gengur reyndar fæstum illa sem stendur. Sala Audi í ágúst var mjög góð en nákvæmar tölur liggja ekki fyrir enn. Sérstaklega gekk vel að selja í Bandaríkjunum og Kína. Endurnýjun á stærri bílum Audi stendur fyrir dyrum, þ.e. á bílunum A5, A6, A7 og A8 og munu einhverjir þeirra koma á markað á næsta ári. Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent
Svo litlu munar á þýsku bílaframleiðendunum Audi og BMW í sölu þar sem af er ári að svo gæti farið að Audi velti BMW af stallinum stærsti lúxusbílaframleiðandinn áður en árið er liðið. BMW hefur selt 1,02 milljónir bíla á fyrstu 7 mánuðum ársins en Audi 1.01 milljónir bíla. Það munar því aðeins um 10.000 bílum. Mercedes Benz er svo nokkru á eftir hinum tveimur þýsku framleiðendunum með 0,91 milljón bíla selda. Forstjóri Audi segir að fyrirtækið ætli að selja 1,7 milljón bíla í ár og hefur fyrirtækið aldrei selt svo marga bíla á ári. Tilkoma nýs Audi TT á næstunni mun ennfremur hressa upp á góða sölu Audi og væntir hann mikils af þeim bíl. Vel hefur gengið í sölu Audi bíla á flestum mörkuðum, nema í Rússlandi, en þar gengur reyndar fæstum illa sem stendur. Sala Audi í ágúst var mjög góð en nákvæmar tölur liggja ekki fyrir enn. Sérstaklega gekk vel að selja í Bandaríkjunum og Kína. Endurnýjun á stærri bílum Audi stendur fyrir dyrum, þ.e. á bílunum A5, A6, A7 og A8 og munu einhverjir þeirra koma á markað á næsta ári.
Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent