

Líberískur læknir, sem var á meðal þriggja Afríkubúa sem fengu tilraunalyf við ebóla-veirunni, er látinn.
Gunnhildur Árnadóttir segir Lækna án landamæra hafa bent á alvarleika ebólufaraldursins fyrir mörgum mánuðum.
Mikill skortur er nú á læknum í landinu en andlát Dr. Modupeh Cole, ber að einungis tveimur vikum eftir fráfall dr. Sheiks Omarrs Khan sem stjórnaði aðgerðum gegn veirunni í austurhluta landins.
Yfirvöld í Líberíu óttast frekari útbreiðslu ebólu eftir að ráðist var á heilsugæslustöð sem hýst einstaklinga sem grunaðir voru um að hafa smitast af ebólu.
Forstöðumaður WHO sagði þau lönd sem hafi orðið fyrir smiti ekki hafa burði til að kveða svo stóran faraldur niður sjálf.
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur gefið út að ríflega tuttugu þúsund manns til viðbótar eigi á hættu að smitast af ebólu.
Sóttvarnarlæknir mælist til þess að ekki sé ferðast til þeirra landa sem verst hafa orðið úti vegna ebólunnar.
Manninum er nú haldið í einangrun á Karolinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi.
Ekki er vitað um afdrif þeirra sjúklinga sem hurfu er múgur réðst á einangrunarstöð í Monróvíu, höfuðborg Líberíu, í gærkvöldi.
Samtökin Læknar án landamæra segja að heimsbyggðin sé að tapa í baráttunni gegn ebóluveirunni.
Einungis tveir Bandaríkjamenn og einn Spánverji hafa til þessa fengið að njóta góðs af lyfjum. Afríkubúar hafa hins vegar enn engin lyf fengið.