Handknattleiksmaðurinn Pálmi Fannar Sigurðsson skrifaði um helgina undir tveggja ára samning við HK.
Pálmi, sem er 18 ára, kemur frá Haukum þar sem hann hefur leikið upp alla yngri flokkana. Hann er rétthentur leikmaður og getur bæði spilað sem skytta og leikstjórnandi.
HK mætir Akureyri í Digranesinu í fyrstu umferð Olís-deildar karla, fimmtudaginn 18. september.
