Nýr Nissan Leaf kemst 290 km á hleðslunni Finnur Thorlacius skrifar 2. september 2014 13:30 Svona gæti nýr Nissan Leaf litið út.....vonandi. Næsta kynslóð rafmagnsbílsins Nissan Leaf á að geta komist 290 kílómetra á hverri hleðslu rafmagns. Núverandi Leaf kemst nú 135 kílómetra svo sá nýi bætir 115% um betur og munar um minna. Nýr Nissan Leaf verður kynntur árið 2016 og verður hann búinn gerbreyttum rafhlöðum. Núverandi Leaf er með lithium-ion rafhlöður en sá nýi verður útbúinn rafhlöðum sem byggja á annarri tækni. Þessar nýju rafhlöður verða einnig notaðar í fyrsta rafmagnsbílnum frá lúxusarmi Nissan, Infinity. Nissan mun líklega bjóða Leaf með mismunandi drægni þar sem sá sem kemst lengst verður talsvert dýrari en núverandi Leaf. Nissan hefur reynslu af því að auka sölu Leaf bílsins með mislangdrægum útfærslm, en hún jókst mjög þegar Nissan kynnti skammdrægari Leaf í fyrra. Nissan ætlar í leiðinni að breyta útliti Leaf verulega og verður hann líkari venjulegum fólksbílum og fremur framúrstefnulegur. Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Næsta kynslóð rafmagnsbílsins Nissan Leaf á að geta komist 290 kílómetra á hverri hleðslu rafmagns. Núverandi Leaf kemst nú 135 kílómetra svo sá nýi bætir 115% um betur og munar um minna. Nýr Nissan Leaf verður kynntur árið 2016 og verður hann búinn gerbreyttum rafhlöðum. Núverandi Leaf er með lithium-ion rafhlöður en sá nýi verður útbúinn rafhlöðum sem byggja á annarri tækni. Þessar nýju rafhlöður verða einnig notaðar í fyrsta rafmagnsbílnum frá lúxusarmi Nissan, Infinity. Nissan mun líklega bjóða Leaf með mismunandi drægni þar sem sá sem kemst lengst verður talsvert dýrari en núverandi Leaf. Nissan hefur reynslu af því að auka sölu Leaf bílsins með mislangdrægum útfærslm, en hún jókst mjög þegar Nissan kynnti skammdrægari Leaf í fyrra. Nissan ætlar í leiðinni að breyta útliti Leaf verulega og verður hann líkari venjulegum fólksbílum og fremur framúrstefnulegur.
Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira