Álíka en kraftmeira en gosið 1984 Kristján Már Unnarsson skrifar 1. september 2014 19:41 Eldgosið í Holuhrauni stendur enn yfir, en vísindamenn geta í fyrramálið lagt mat á það hvort þrýstingurinn í bergganginum hafi minnkað eða einfaldlega færst annað. Vísindamenn hafa nú áhyggjur af gasmagni á svæðinu. Eftir óveðurslægðina sem gekk yfir landið í gær varð loks aftur fært að Holuhrauni í morgun, þar var þó enn mjög hvasst og birgði sandstormur okkur sýn að gosstöðvunum, en skyndilega vorum við komnir að hraunkanti sem vall áfram með braki og breskum. Þarna blasti við glóandi kvika og yfir þúsund stiga heit eldá, og varla hægt að koma nærri hrauninu vegna hita.Glóandi kvikan blasir við í Holuhrauni.Vísir/EgillVið höfðum verið að skima eftir Ármanni Höskuldssyni eldfjallafræðingi og hans liði frá Jarðvísindastofnun Háskólans og þarna fundum við vísindamannahópinn sem ók meðfram hraunjaðrinum til að fylgjast með breytingum hans og til að meta umfang hraunsins og kvikunnar. Brátt sáum við til eldgíganna og eftir því sem við ókum lengur varð okkur betur ljóst að verulegt magn af gosefnum hefur komið upp á þessum rúma sólarhring sem liðinn er frá því sprungan opnaðist á ný. Við tókum Ármann tali.Hvernig sýnist þér gosið vera?„Það er bara svipað og í gær. Það kemur hér dágott magn af hrauni," sagði Ármann. Afar tignarlegt var að horfa á logandi sprunguna, jarðeldinn og gosstrókana þeytast til himins og koma niður sem glóandi hraunslettur. Þeir sem fylgdust með Kröflueldum fyrir 30 árum sjá að þetta er keimlíkt. Þetta er á langri sprungu og gosið ekkert sérstaklega atkvæðamikið. „Þetta er álíka og gosið 1984, en þó ívið kraftmeira því sprungan er búin að vera alglóandi í rúmlega sólarhring núna,” segir Ármann.Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur.Vísir/EgillEn hvað eru gosstrókarnir háir? „Þessir sem fara hæst fara einhverja 60 til 70 metra upp í loftið en meirihlutinn nær um 20 til 30 metra upp,” segir Ármann og bætir við að ómögulegt sé á þessari stundu að spá fyrir um framhaldið. „Gosið er búið að standa yfir í sólarhring og getur haldið áfram í viku eða mánuð í viðbót þessvegna. Til að meta framhaldið þarf að fara að skoða GPS-mælingar til að athuga hvort þrýstingur hér undir sé að lækka. Ef það eru engin merki þess að þrýstingur sé að lækka getur þetta bara haldið áfram.” Jarðvísindamenn voru þarna með tæki og tól og fóru reglulega að hraunjaðrinum til að taka sýni. „Kvikan er afar frumstæð. Bárðarbunga er að skila afar frumstæðu efni hér út í sprungusveiminn. Það her frekar lítið af kristöllum í henni, hún er mjög heit og þunnfljótandi. Ef hraunið virðist mjög úfið þá er það vegna þess að það rennur svo hratt þegar það fer af stað,” segir Ármann. Þarna er hins vegar ekki hættulaust að vera vegna eitraðra lofttegunda, magn brennisteinsvetnis frá hrauninu hefur aukist verulega frá því í gær. „Maður finnur brennisteinsbragð í munninum og ef við dveljum hér öllu lengur breytist þetta í brennisteinssýru í lungunum á þér,” sagði Ármann og hélt sína leið. Bárðarbunga Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Eldgosið í Holuhrauni stendur enn yfir, en vísindamenn geta í fyrramálið lagt mat á það hvort þrýstingurinn í bergganginum hafi minnkað eða einfaldlega færst annað. Vísindamenn hafa nú áhyggjur af gasmagni á svæðinu. Eftir óveðurslægðina sem gekk yfir landið í gær varð loks aftur fært að Holuhrauni í morgun, þar var þó enn mjög hvasst og birgði sandstormur okkur sýn að gosstöðvunum, en skyndilega vorum við komnir að hraunkanti sem vall áfram með braki og breskum. Þarna blasti við glóandi kvika og yfir þúsund stiga heit eldá, og varla hægt að koma nærri hrauninu vegna hita.Glóandi kvikan blasir við í Holuhrauni.Vísir/EgillVið höfðum verið að skima eftir Ármanni Höskuldssyni eldfjallafræðingi og hans liði frá Jarðvísindastofnun Háskólans og þarna fundum við vísindamannahópinn sem ók meðfram hraunjaðrinum til að fylgjast með breytingum hans og til að meta umfang hraunsins og kvikunnar. Brátt sáum við til eldgíganna og eftir því sem við ókum lengur varð okkur betur ljóst að verulegt magn af gosefnum hefur komið upp á þessum rúma sólarhring sem liðinn er frá því sprungan opnaðist á ný. Við tókum Ármann tali.Hvernig sýnist þér gosið vera?„Það er bara svipað og í gær. Það kemur hér dágott magn af hrauni," sagði Ármann. Afar tignarlegt var að horfa á logandi sprunguna, jarðeldinn og gosstrókana þeytast til himins og koma niður sem glóandi hraunslettur. Þeir sem fylgdust með Kröflueldum fyrir 30 árum sjá að þetta er keimlíkt. Þetta er á langri sprungu og gosið ekkert sérstaklega atkvæðamikið. „Þetta er álíka og gosið 1984, en þó ívið kraftmeira því sprungan er búin að vera alglóandi í rúmlega sólarhring núna,” segir Ármann.Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur.Vísir/EgillEn hvað eru gosstrókarnir háir? „Þessir sem fara hæst fara einhverja 60 til 70 metra upp í loftið en meirihlutinn nær um 20 til 30 metra upp,” segir Ármann og bætir við að ómögulegt sé á þessari stundu að spá fyrir um framhaldið. „Gosið er búið að standa yfir í sólarhring og getur haldið áfram í viku eða mánuð í viðbót þessvegna. Til að meta framhaldið þarf að fara að skoða GPS-mælingar til að athuga hvort þrýstingur hér undir sé að lækka. Ef það eru engin merki þess að þrýstingur sé að lækka getur þetta bara haldið áfram.” Jarðvísindamenn voru þarna með tæki og tól og fóru reglulega að hraunjaðrinum til að taka sýni. „Kvikan er afar frumstæð. Bárðarbunga er að skila afar frumstæðu efni hér út í sprungusveiminn. Það her frekar lítið af kristöllum í henni, hún er mjög heit og þunnfljótandi. Ef hraunið virðist mjög úfið þá er það vegna þess að það rennur svo hratt þegar það fer af stað,” segir Ármann. Þarna er hins vegar ekki hættulaust að vera vegna eitraðra lofttegunda, magn brennisteinsvetnis frá hrauninu hefur aukist verulega frá því í gær. „Maður finnur brennisteinsbragð í munninum og ef við dveljum hér öllu lengur breytist þetta í brennisteinssýru í lungunum á þér,” sagði Ármann og hélt sína leið.
Bárðarbunga Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira