Fimm hundruð skjálftar frá miðnætti Samúel Karl Ólason skrifar 1. september 2014 12:53 Vísir/VIlhelm Nokkuð dró úr skjálftavirkni við Bárðarbungu þegar gosið hófst í Holuhrauni snemma í gærmorgun en fimm hundruð skjálftar hafa mælst síðan á miðnætti í nótt. Skömmu fyrir níu í morgun mældist skjálfti 5 að stærð í Bárðarbunguöskjunni og annar að stærð 5,2 varð klukkan 11:41 á sama svæði. Mesta virknin er á 15 kílómetra löngu svæði með miðju á jaðri Dyngjujökuls. Hraungos stendur enn yfir í Holuhrauni en klukkan átta í gærkvöldi náði hraunið yfir þriggja ferkílómetra svæði. Rúmmál hraunsins er talið vera á milli 16 til 25 milljón rúmmetrar. Ekkert öskufall er frá gosstöðvunum og gasbólstrar og gufa rísa nú frá sprungunni í nokkur hundruð metra hæð næst eldstöðvunum. Bólstrarnir stíga í allt að 1200 metra hæð þegar fjær dregur. TF-Sif fer í loftið klukkan eitt með vísindamenn frá Veðurstofunni Jarðvísindastofnun auk fulltrúa Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra. Frekari upplýsinga um hvað í ljós kemur er að vænta seinna í dag. Þá gefa gasmælingar í skyn að umtalsvert magn af brennisteinssamböndum sé í gosmekkinum og því gæti mikil hætta falist í því að nálgast svæðið. Þar að auki sína GPS mælingar áframhaldandi láréttar færslur vegna gliðnunar við Norðurjaðar Vatnajökuls. Í tilkynningu frá Almannavörnum segir að ekki sjáist skýr merki um þrýstingslækkun í ganginum í tengslum við eldgosið en greina megi óreglu í GPS færslum í næsta nágrenni hans. Þá virðisti bergangurinn ekki hafa færst til norðurs svo nokkurs nemi.Fjórar líklegar atburðarrásir Óvissa er enn um hvert framhaldið verði en fjórir möguleikar eru sagðir líklegastir: -Að innflæði kviku stöðvist og skjálftahrinan fjari út. Ekki komi til annars eldgoss. -Að gangurinn nái til yfirborðs og annað eldgos hefjist, jafnvel á nýrri sprungu. Ekki er hægt að útiloka gos með hraunflæði og/eða sprengivirkni. -Að gangurinn nái til yfirborðsins og annað eldgos hefjist, en verulegur hluti eða öll sprungan verði undir Dyngjujökli.Gosið myndi leiða til jökulhlaups í Jökulsá á Fjöllum og ef til vill einnig sprengigoss með öskufalli. -Gos í Bárðarbungu, en það gæti leitt til jökulshlaups og ef til vill einnig sprengigoss með öskufalli. Mestar líkur eru á að hlaup kæmi niður Jökulsá á Fjöllum. Þó er ekki hægt að útiloka aðrar hlaupleiðir eins og Skjálfandahlaup, Kaldakvísl, Skaftárkatla og Grímsvötn. Litakóði fyrir flug er enn appelsínugulur fyrir Bárðarbungu og gulur fyrir Öskju. Bárðarbunga Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Fleiri fréttir Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Sjá meira
Nokkuð dró úr skjálftavirkni við Bárðarbungu þegar gosið hófst í Holuhrauni snemma í gærmorgun en fimm hundruð skjálftar hafa mælst síðan á miðnætti í nótt. Skömmu fyrir níu í morgun mældist skjálfti 5 að stærð í Bárðarbunguöskjunni og annar að stærð 5,2 varð klukkan 11:41 á sama svæði. Mesta virknin er á 15 kílómetra löngu svæði með miðju á jaðri Dyngjujökuls. Hraungos stendur enn yfir í Holuhrauni en klukkan átta í gærkvöldi náði hraunið yfir þriggja ferkílómetra svæði. Rúmmál hraunsins er talið vera á milli 16 til 25 milljón rúmmetrar. Ekkert öskufall er frá gosstöðvunum og gasbólstrar og gufa rísa nú frá sprungunni í nokkur hundruð metra hæð næst eldstöðvunum. Bólstrarnir stíga í allt að 1200 metra hæð þegar fjær dregur. TF-Sif fer í loftið klukkan eitt með vísindamenn frá Veðurstofunni Jarðvísindastofnun auk fulltrúa Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra. Frekari upplýsinga um hvað í ljós kemur er að vænta seinna í dag. Þá gefa gasmælingar í skyn að umtalsvert magn af brennisteinssamböndum sé í gosmekkinum og því gæti mikil hætta falist í því að nálgast svæðið. Þar að auki sína GPS mælingar áframhaldandi láréttar færslur vegna gliðnunar við Norðurjaðar Vatnajökuls. Í tilkynningu frá Almannavörnum segir að ekki sjáist skýr merki um þrýstingslækkun í ganginum í tengslum við eldgosið en greina megi óreglu í GPS færslum í næsta nágrenni hans. Þá virðisti bergangurinn ekki hafa færst til norðurs svo nokkurs nemi.Fjórar líklegar atburðarrásir Óvissa er enn um hvert framhaldið verði en fjórir möguleikar eru sagðir líklegastir: -Að innflæði kviku stöðvist og skjálftahrinan fjari út. Ekki komi til annars eldgoss. -Að gangurinn nái til yfirborðs og annað eldgos hefjist, jafnvel á nýrri sprungu. Ekki er hægt að útiloka gos með hraunflæði og/eða sprengivirkni. -Að gangurinn nái til yfirborðsins og annað eldgos hefjist, en verulegur hluti eða öll sprungan verði undir Dyngjujökli.Gosið myndi leiða til jökulhlaups í Jökulsá á Fjöllum og ef til vill einnig sprengigoss með öskufalli. -Gos í Bárðarbungu, en það gæti leitt til jökulshlaups og ef til vill einnig sprengigoss með öskufalli. Mestar líkur eru á að hlaup kæmi niður Jökulsá á Fjöllum. Þó er ekki hægt að útiloka aðrar hlaupleiðir eins og Skjálfandahlaup, Kaldakvísl, Skaftárkatla og Grímsvötn. Litakóði fyrir flug er enn appelsínugulur fyrir Bárðarbungu og gulur fyrir Öskju.
Bárðarbunga Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Fleiri fréttir Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Sjá meira