„Mér fannst við eiga að taka þennan leik, en við vorum klaufar að hafa ekki náð að klára þetta,“ sagði Theodór Sigurbjörnsson, hornamaður íBV, eftir jafnteflið gegn FH í Kaplakrika í kvöld.
Eyjamenn voru yfir nær allan leikinn, en gáfu eftir undir lokin og FH-ingar gengu á lagið og tryggðu sér stig.
„Þetta var fínn leikur og vel spilaður af okkar hálfu. Við köstuðum boltanum reyndar svolítið frá okkur í lokin sem gerði það að verkum að FH komst inn í leikinn. Úr varð hörkuleikur,“ sagði Theodór sem var markahæstur í liði ÍBV með átta mörk.
Bróðir Theodórs, Eiður Aron, var einnig á skotskónum í kvöld, en hann skoraði mark Sandnes Ulf í 1-1 jafntefli gegn Brann í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta. En hvor þeirra bræðra átti betra kvöld að mati Theodórs?
„Hvað skoraði ég mörg mörk? Átta segirðu. Þá var ég betri,“ sagði Eyjamaðurinn léttur áður en hann hljóp út í rútu.
Theodór: Ég skoraði átta og var betri en Eiður

Tengdar fréttir

Eiður Aron skoraði í Íslendingaslag
Randers á toppinn í Danmörku og Hjálmar áfram á bekknum hjá Gautaborg.