Citroën Cactus með 2 lítra eyðslu Finnur Thorlacius skrifar 19. september 2014 09:30 Eyðslugrannur Citroën Cactus í vindgöngum. Á bílasýningunni í París sem brátt hefst mun Citroën kynna nýja gerð Cactus bílsins sem eyðir aðeins 2 lítrum eldsneytis á hverja hundrað kílómetra. Ber hann nafnið Citroën Cactus Airflow 2L og er í nafninu vitnað í eyðslu hans. Þessi nýja gerð bílsins er 100 kílóum léttari en fyrri gerð, sem þó er einungis 965 kíló. Það þýðir að nýi Cactus, sem smíðaður er á grunni Citroën C4, er heilum 300 kílóum léttari en hann. Citroën hefur tekist að minnka loftmótsstöðu nýja bílsins um 20%, meðal annars með opnanlegum loftinntökum framan á bílnum sem stjórnast af akstursaðstæðum. Þá er stillanlegt loftflæði á 19 tommu felgum bílsins sem dregur úr loftmótsstöðu, sem og stillanlegir flipar í stuðara sem beina lofti kringum framhjólin. Yfirbygging bílsins er gerð að mestu úr koltrefjum og áli, sem skýrir að mestu hversu léttur bíllinn er. Vélbúnaðurinn samanstendur af 3 strokka brunavél og rafmótorum, sem ekki hefur sést í Cactus áður og á drifrásin heiðurinn af 30% lækkunar eyðslu frá fyrri gerð. Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent
Á bílasýningunni í París sem brátt hefst mun Citroën kynna nýja gerð Cactus bílsins sem eyðir aðeins 2 lítrum eldsneytis á hverja hundrað kílómetra. Ber hann nafnið Citroën Cactus Airflow 2L og er í nafninu vitnað í eyðslu hans. Þessi nýja gerð bílsins er 100 kílóum léttari en fyrri gerð, sem þó er einungis 965 kíló. Það þýðir að nýi Cactus, sem smíðaður er á grunni Citroën C4, er heilum 300 kílóum léttari en hann. Citroën hefur tekist að minnka loftmótsstöðu nýja bílsins um 20%, meðal annars með opnanlegum loftinntökum framan á bílnum sem stjórnast af akstursaðstæðum. Þá er stillanlegt loftflæði á 19 tommu felgum bílsins sem dregur úr loftmótsstöðu, sem og stillanlegir flipar í stuðara sem beina lofti kringum framhjólin. Yfirbygging bílsins er gerð að mestu úr koltrefjum og áli, sem skýrir að mestu hversu léttur bíllinn er. Vélbúnaðurinn samanstendur af 3 strokka brunavél og rafmótorum, sem ekki hefur sést í Cactus áður og á drifrásin heiðurinn af 30% lækkunar eyðslu frá fyrri gerð.
Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent