Myndin verður frumsýnd í Bandaríkjunum á kvikmyndahátíðinni í Chicago um miðjan næsta mánuð. Þar er myndin í keppni og verður Huldar Breiðfjörð handritshöfundur viðstaddur sýningarnar, þar sem Hafsteinn Gunnar leikstjóri á von á sínu fyrsta barni. Þá er myndin í keppni á kvikmyndahátíðinni í Vancouver.
Myndin verður svo sýnd í lok mánaðar á kvikmyndahátíðinni í Bergen. Síðan eru frekari ferðalög með myndina á döfinni, meðal annars til Tyrklands, Brasilíu, Þýskalands, Frakklands, Litháens og Bretlands.

