Ragnar Sigurðsson og félagar hans í Krasnodar frá Rússlandi gerðu 1-1 jafntefli við franska liðið Lille, í fyrstu umferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar í kvöld.
Ricardo kom gestunum yfir með marki á 35. mínútu en danski varnarmaðurinn SimonKjær jafnaði fyrir Lille á 63. mínútu í seinni hálfleik.
FC Kaupmannahöfn byrjar vel, en danska liðið vann HJK frá Helsinki, 2-0, á Parken. Rúrik Gíslason spilaði fyrsta klukkutímann fyrir FCK.
Af öðrum úrslitum má nefna að Stjörnubanarnir í Inter unnu Dnipro á útivelli, 1-0, Legía Varsjá lagði Lokeren, 1-0. Alexander Scholz, fyrrverandi leikmaður Stjörnunnar, spilar með Lokeren.
Úrslit kvöldsins:
A-riðill:
Apollon - Zürich 3-2
Mönchengaldbach - Villarreal 1-1
B-riðill:
Club Brugge - Torino 0-0
FC Kaupmannahöfn - HJK Helsinki 2-0
C-riðill:
Besiktas - Tripolis 1-1
Partizan Belgrad - Tottenham 0-0
D-riðill:
Dinamo Zagreb - Astra Giurgiu 5-1
Salzburg - Celtic 2-2
E-riðill:
PSV Eindhoven - Estoril 1-0
Panathinaikos - Dinamo Moskva 1-2
F-riðill:
Qarabag - Saint-Étienne 0-0
Dnipro - Inter 0-1
G-riðill:
Sevilla - Feyenoord 2-0
Standard Liege - Rijeka 1-0
H-riðill:
Everton - Wolfsburg 4-1
Lille - Krasnodar 1-1
I-riðill:
Napoli - Sparta Prag 3-1
Young Boys - Slovan Bratislava 5-0
J-riðill:
Rio Ave - Dynamo Kíev 0-3
Steaua Búkarest - Álaborg 6-0
K-riðill:
Fiorentina - Guingamp 3-0
PAOL - Dinamo Minsk 6-1
L-riðill:
Legia Varsjá - Lokeren 1-0
Metalist Kharkiv - Trabzonspor 1-2
Ragnar og félagar náðu í stig í Frakklandi - öll úrslitin í Evrópudeildinni
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið






„Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“
Íslenski boltinn


Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“
Íslenski boltinn

