Tveir snarpir skjálftar urðu í Bárðarbungu í gærkvöldi, annar upp á 4,8 stig á níunda tímanum og hinn var 5,4 stig klukkustund síðar.
Annars hafa 40 skjálftar mælst frá miðnætti, 5 í Bárðarbungu, 15 í norðanverðum kvikuganginum og 20 við Herðubreið og Herðubreiðartögl, allir innan við tvö stig.
Fjörutíu skjálftar frá miðnætti
Gissur Sigurðsson skrifar
