Ofurútgáfa Porsche Panamera Finnur Thorlacius skrifar 16. september 2014 16:37 Porsche Panamera Turbo S er með sömu 570 hestafla vél. Porsche ætlar að bjóða 100 eintök af stóra lúxusbílnum Panamera í sannkallaðri ofurútgáfu og munu bílarnir kosta um 250.000 dollara, eða um 30 milljónir króna. Þessir 100 bílar verða með öflugustu vél sem fæst hefur í Panamera, V8 og 4,8 lítra bensínvél sem orkar 570 hestöfl með sínar tvær forþjöppur. Það dugar þessum stóra bíl að komast á 100 km hraða á 3,6 sekúndum og hámarkshraðinn er 309 km/klst. Bíllinn verður 15 cm lengri en hefðbundinn Panamera sem skapar aukið rými fyrir aftursætisfarþega. Að innan verður bíllinn troðinn öllum þeim lúxus sem sést hefur í Panamera og auk þess verður leðurinnrétting hans í mörgum litatónum. Af þeim 100 bílum sem framleiddir verða eru 30 þeirra ætlaðir á Bandaríkjamarkað. Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent
Porsche ætlar að bjóða 100 eintök af stóra lúxusbílnum Panamera í sannkallaðri ofurútgáfu og munu bílarnir kosta um 250.000 dollara, eða um 30 milljónir króna. Þessir 100 bílar verða með öflugustu vél sem fæst hefur í Panamera, V8 og 4,8 lítra bensínvél sem orkar 570 hestöfl með sínar tvær forþjöppur. Það dugar þessum stóra bíl að komast á 100 km hraða á 3,6 sekúndum og hámarkshraðinn er 309 km/klst. Bíllinn verður 15 cm lengri en hefðbundinn Panamera sem skapar aukið rými fyrir aftursætisfarþega. Að innan verður bíllinn troðinn öllum þeim lúxus sem sést hefur í Panamera og auk þess verður leðurinnrétting hans í mörgum litatónum. Af þeim 100 bílum sem framleiddir verða eru 30 þeirra ætlaðir á Bandaríkjamarkað.
Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent