Viðar Örn hefur slegið í gegn í Noregi í sumar, en hann er langmarkahæstur í úrvalsdeildinni, tíu mörkum á undan næsta manni.
Hann stefnir á markametið sem eru 30 mörk, en hann hefur sjö leiki til að skora sjö mörk og bæta metið sem OddIversen, faðir SteffenIversen, setti árið 1968.
Markaskorun Viðars er nokkuð fjölbreytt. Hann skorar með hægri og vinstri fæti, eftir stungusendingar, skalla eftir fyrigjafir, úr föstum leikatriðum og vítaspyrnum.
Hér að neðan má sjá öll 24 mörk Viðars Arnar í norsku úrvalsdeildinni til þessa.