Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur aftur lagt fram þingsályktun um að ríkið kanni svo fljótt sem verða má hagkvæmni og möguleika þess að reisa áburðarveksmiðju. Hann flutti samskonar þingsályktunartillögu síðasta vetur.
Tilgangurinn er sem fyrr meðal annars að „laða brottflutta Íslendinga aftur heim og til að vekja ungum Íslendingum von í brjósti um að stjórnvöld ætli sér að skapa þeim tækifæri og atvinnuöryggi í framtíðinni,“ eins og það er orðað í greinargerð tillögunnar.
Sex þingmenn Framsóknarflokksins eru meðflutningsmenn með tillögunni. Það eru þau Vigdís Hauksdóttir, Páll Jóhann Pálsson, Líneik Anna Sævarsdóttir, Haraldur Einarsson, Silja Dögg Gunnarsdóttir og Þórunn Egilsdóttir.
Í greinargerðinni segir að undanfarin ár hafiheimsmarkaðsverð á áburði hækkað umtalsvert, einkum vegna aukinna áburðarkaupa Kínverja og Indverja, og að áburðarverð muni að öllum líkindum haldast hátt í næstu framtíð vegna aukinnar ræktunar matvæla.
Reyna enn á ný að blása ungu fólki von í brjóst með áburðarverksmiðju
![Þetta er í annað sinn sem Þorsteinn flytur tillögu um áburðarverksmiðju.](https://www.visir.is/i/4082F14FD2AAF84EFD207B2EB9837C94726741C9EE2EA87567BBACCD0024C698_713x0.jpg)
Tengdar fréttir
![](https://www.visir.is/i/4F25B74CFD7840C2A7B895A5B9432A70E1E8FA238518CBC14904FBE5FA97AD5A_308x200.jpg)
Ríkisrekin áburðarverksmiðja?
Framsóknarmenn vilja reisa stóra áburðarverksmiðju hér á landi og hafa lagt tillögu þess efnis fram á Alþingi. Þingmaður Framsóknarflokksins segir ekkert því til fyrirstöðu að ríkið hafi forgöngu um atvinnuuppbyggingu á landinu.
![](https://www.visir.is/i/F3CC8974997A50A215E4EC4EE5B6D3D121377422225C2A62276759071CEDEA85_308x200.jpg)
„Ekki hlutverk ríkisins að standa í rekstri áburðarverksmiðju“
Iðnaðarráðherra segir ríkisrekna áburðarverksmiðju ekki inni í myndinni. Stofnun áburðarverksmiðju er beiðni um hagkvæmniathugun en ekki ríkiseign og rekstur verksmiðju, segir flutningsmaður tillögunnar.