Pálmi Rafn Pálmason skoraði annað mark Lilleström sem tapaði 3-2 fyrir toppliði Molde í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.
Molde var 2-0 yfir í hálfleik en Pálmi minnkaði muninn á annarri mínútu seinni hálfleiks. Lilleström jafnaði metin þegar hálftími var eftir af leiknum en Molde komst aftur yfir tveimur mínútum síðar með sigurmarki leiksins.
Pálmi lék allan leikinn fyrir Lilleström og Björn Bergmann Sigurðarson kom inn á sem varamaður hjá Molde þegar 23 mínútur voru eftir af leiknum.
Molde er með átta stiga forystu á toppi deildarinnar þegar sjö umferðir eru eftir. Lilleström er í fjórða sæti, 19 stigum frá toppnum og fimm stigum frá Evrópusæti.
Pálmi Rafn skoraði í tapi Lilleström
Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar

Mest lesið



„Æfingu morgundagsins er aflýst“
Enski boltinn







Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn
Enski boltinn